Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 97
BREIÐFIRÐINGUR
95
ana og Þverdal austan Þverár að Nyrðra-Hyrnugili, þó
að eins fyrir búsmala sinn um sumartímann sem Hofak-
ursbóndinn. Stundum var þessi beitartollur greiddur
frá Hofakri með torfristu eða móskurði, sem Hvamms-
land hefír alla tíð haft af skornum skammti.
Hvammslandi tilheyrir allur Skeggjadalur beggja
megin Hvammsár frá Krossgili, sem er í vesturhlíð dals-
ins, ásamt fjallinu, upp á svo-nefndan Skothrygg, sem
hæst ber á uppi á Qallinu, sem vötnum hallar í kring-
um dalinn. Enn fremur Þverdalur allur jafnt að austan-
sem að vestan-verðu upp-á háfjall, sem vötnum hallar.
Neðst (syðst) er Skeggjadalur talsvert víður, - en þá
er kemur skammt inn-fyrir Hvammstúnið, þrengist
dalurinn, enda skiptist hann þá ,í tvo dali. Skeggjadalur
heldur stefnu sinni í norð-vestur, en dalurinn, sem
skerzt austur-úr honum, heitir Þverdalur. Ar renna
eftir báðum dölunum. Heitir áin, sem rennur eftir
Skeggjadal, Hvammsá, en sú, sem rennur eftir Þverdal,
Þverá. Þverá rennur í Hvammsá, nokkurn kipp fyrir
norð-vestan Hvammstúnið. Að austanverðu Þverdals
eru sex gil, sem öll renna í Þverá, en að vestan-verðu
dalsins að eins tvö gil, sem einnig renna í Þverá, og eitt
fyrir botni hans, sem aðaláin myndazt af. Þessi gil,
ásamt örnefnum þeirra, verða greind síðar. Þverá renn-
ur alla leið frá Þverárgilstungum — svo heita gras-
breiður fyrir botni dalsins - í þröngum klettagljúfrum
suður fyrir Mannsfjall —, sem er keilumyndað fjall á
millum Þverdals og Skeggjadals. Þar beygir hún til vest-
urs, þvert yfir Skeggjadal, og rennur í Hvammsá fyrir
norð-vestan Hvammstúnið, sem áður er sagt, skammt
frá því, er Krossgil fellur í Hvammsá úr vesturhlíð dals-
ins.
Fjallið, sem Hvammsbærinn stendur undir, er hátt og
bratt. Skiptir Bæjarlækurinn og Hrosshársgil (Hross-
hófsgil) fjallinu í sundur í þrjár hlíðar (Bæjarkoll,
Bæjarhlíð og Hjallahlíð). Liggur Hvammstúnið með-