Breiðfirðingur - 01.04.1983, Qupperneq 98
96
BREIÐFIRÐINGUR
fram tveimur þeirra (Bæjarkolli og Bæjarhlíð), og er
sem næst ferhyrningur að lögun. Er þó lengd þess
miklu meiri en breiddin, sem er frá hlíðarrótunum að
Hvammsá, að heita má.
Skeggjadalur þrengist meir eftir því sem inn-eftir
honum kemur, sem fyr er sagt. Jafnframt hækkar
undirlendi dalsins mikið, er inn að svo-nefndum Fossa-
brekkum kemur. Fyrir sunnan Fossabrekkur eru fjög-
ur gil í vesturhlíð dalsins, sem öll renna í Hvammsá.
Verður þeirra getið síðar. En úr austurhlíðinni (Manns-
fjalls-megin) eru aðeins tveir smálækir, sem koma
undan hlíðarrótum Mannsfjalls. Skeggjadalur endar
langt norður í fjallgarði, og heitir innsti (norðasti) endi
dalsins „Rangali“. Er dalurinn þar mjór og þröngur.
Aðalupptök Hvammsár eru úr giljum og uppsprettum,
er myndazt af fönnum undan austurrönd Skeggaxlar,
sem er há klettaborg á miðjum fjallgarðinum á milli
Hvammsljarðar og Gilsljarðar, og fremst (vestast) heitir
Klofningsljall. Fjall þetta er einkennilegt að sjá frá
Stykkishólmi; sýnist það allt jafnhátt og sljett að ofan
sem heygalti (heybólstur) alla leið frá Galtardal, sem
skerzt norður í það, og vestur á enda þess.
Að Skeggöxl er talið að liggi átján dalir eða daladrög.
Liggja því fjölda-mörg lönd saman að þessum eina
þúnkti. Þessi lönd tilheyra eftirgreindum hreppsfje-
lögum: Hvamms-, Fellsstrandar-j Skarðsstrandar-, og
Saurbæjarhreppum. Daladrög þau, sem talið er, að liggi
að þessari klettaborg (Skeggöxl), eru þessi: Þverdalur
og Skeggjadalur, sem báðir liggja undir Hvamm í
Hvammssveit, Grensdalur og Hólsdalur, sem báðir
liggja undir Hól í Hvammssveit, Flekkudalur, sem skipt-
ist í tvo dali, Suðurdal og Norðurdal, sem liggja undir
Staðarfell, Galtardalur, sem liggur undir Stóra-Galtar-
dal í Fellsstrandarhreppi, Örtugadalur (Örskotsteigadal-
ur), sem liggur undir Stóra- og Litla-Galtardal í Fells-
strandarhreppi, Villingadalur, sem liggur austur í fjallið