Breiðfirðingur - 01.04.1983, Qupperneq 100
98
BREIÐFIRÐINGUR
unnar var úr timbri, en sá nyrðri var úr torfi og grjóti,
ásamt hliðarveggjum bæjarins. Aðal-baðstofan var í
fimm stafgólfum, dyraloft í tveim stafgólfum og skál-
inn, sem var norðastur í röðinni, í þrem stafgólfum. Öll
þessi bæjarhús voru portbyggð. Inngangur í bæinn var
í gegnum vesturhliðarvegg, við syðri enda skálans undir
dyraloftinu. Gengið var því til hægri handar, þá er farið
var til stofu eða baðstofulofts. Einn gluggi var á suð-
urstafni baðstofunnar, með sex rúðum. Var sá gluggi
látinn nægja tveim syðstu stafgólfum baðstofunnar, sem
voru afþiljuð frá hinum hluta hennar, er var kallaður
húsloft. Þar var prófastur, ásamt konu sinni og skyldu-
liði. Síðar var settur gluggi á vesturhlið húsloftsins, á
norðara stafgólfið. A þremur næstu stafgólfum voru
þrír gluggar, með fjórum rúðum hver, einn gluggi á
hverju stafgólfi. — I þessum hluta baðstofunnar voru
aðrir ábúendur jarðarinnar og vinnufólk. Uppgangur á
baðstofuloftið var í norðasta stafgólfinu, við austurhlið-
ina. Voru því að eins fimm rúm í þessum hluta baðstof-
unnar, þrjú undir vestur-, en tvö undir austur-hliðinni.
Dyraloftið var í tveimur stafgólfum; það var með einum
glugga, með sex rúðum, á vestur-hlið á norðara
stafgólfí. í dyraloftinu voru ýmist aðrir ábúendur eða
vinnufólk prófasts og annara ábúenda jarðarinnar. I
skálanum var vanalega húsfólk. Sá hiutinn var í þrem
stafgólfum, og var með þrem gluggum, með ijórum
rúðum, einn gluggi á stafgólfi. Arið 1869 byggði sjera
Þorleifur upp norðurenda baðstofunnar — skálann — og
þiljaði laglega gestastofu undir loftinu. Flutti hann það
ár úr húsaloftinu í þá byggingu, og bjó þar til dauða-
dags 1883. Öll þessi bæjarhús munu hafa haft svipaða
breidd, líklega 5—5’/2 al. Aðal-gestastofan var undir suð-
urenda baðstofunnar — húsloftinu - og var í tveimur
stafgólfum. í stofunni var ofn í suðvesturhorninu.
Ofnrörið var sett út í gegnum gaflinn á stofunni og svo
upp með honum að utanverðu. A gestastofunni var