Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 102
100
BREIÐFIRÐINGUR
skemma. í heimstu skemmunni geymdu ábúendur og
vinnufólk muni sína. I mið- eða mó-skemmunni var
geymdur mór og annar eldiviður, í innstu, frúarskemm-
unni, geymdi prófastur sína búslóð, reiðskap sinn með
fl. Fyrir norðan skemmurnar stóð þinghúsið í sömu röð
og þær. A millum þess og frúarskemmunnar var mjótt
sund. Þinghúsið var byggt úr torfi, nema vesturgafl
þess, sem var hálfur úr timbri. Inngangur í þinghúsið
var í gegnum hliðarvegginn, við austurgaflinn. A vest-
urgaflinum var einn gluggi. Þinghúsið var í þremur
stafgólfum, og í innsta þeirra, næst vesturgaflinum, trje-
gólf. Trjebekkir voru með hliðarveggjum hússins og
borð við vesturgaflinn, undir glugganum, sem var á
stafninum og með fjórum rúðum. I þinghúsinu voru
maúntalsþing háð og aðrir sveitar- og hjeraðs-fundir.
Sýslumaður, hreþpstjóri og helztu sveitarmenn sátu í
innsta stafgólfí við borðið, þar sem trjególfið var. Smiðj-
an stóð nokkuð sunnar en bærinn, á svo-nefndum
Smiðjuhól, sem íbúðarhúsið stendur nú á. Við suður-
hlið smiðjunnar stóð skemma, sem móðir mín átti og
geymdi búslóð sína í. Fyrir sunnan smiðjuna, en þó
nokkuð austar, nær íjallinu, stóð reiðhestahús prófasts;
var því skipt sundur í karma, mig minnir sex, og var
hver karmur ætlaður einum hesti. Skammt frá reið-
hestahúsinu stóð fjósið, sem tók tíu nautgripi. Bak við
það, nær íjallinu, stóð heyhlaða, og fyrir sunnan hana
allstór heygarður, en sund var á milli. A haustin stóðu
vanalega fjögur eða fímm vel uppborin hey í heygarðin-
um. Síðan var fjósið, ásamt hesthúsinu, fært nær fjall-
inu, við hlið heyhlöðunnar, og þar stendur það nú.
Fyrir sunnan og vestan fjósið og reiðhestahúsið var stór
og mikill kálgarður; náði hann suður að bæjarlæk, að
reiðgötunni að vestan, og heim (norður) að skemmu
móður minnar. Þessi kálgarður gaf vanalega af sjer
mikla uppskeru á haustin, bæði af kartöflum og rófum.
Kálgarðinum var skipt á millum ábúenda eftir því sem