Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 103
BREIÐFIRÐINGUR
101
hver hafði mikinn hluta af jörðinni til afnota. —
Reiðgata var í gegnum endilangt túnið, sunnan frá
túngarði, — sem var skammt fyrir heiman Hrosshársgil
—, heim túnið, með vesturvegg kálgarðsins, heim í tröð,
sem var fyrir sunnan kirkjugarðsvegginn og náði að
austan suður að kálgarðsveggnum. Við kirkjugarðs-
vegginn myndaðist skörp beygja á tröðina, svo riðið var
með kirkjugarðsveggnum, — sem á því stykki var
norðari veggur traðarinnar —, heim á hlaðið, sem var á
millum kirkjugarðsins og bæjarins. Takmarkaðist það af
bæjarþyrpingunni að austan, en austurvegg kirkju-
garðsins að vestan. Gangstjett var með allri bæjar-
röðinni, frá suðvesturhorni bæjarveggjarins, með-fram
bæjarhliðinni, fyrir framan (vestan) stafna skemmanna
að sundinu, sem var á millum frúarskemmunnar og
þinghússins. Þar beygði gangstjettin við inn (austur)
sundið með syðri hliðvegg þinghússins að dyrum þess.
Kirkjan stóð hjer um bil í miðjum kirkjugarðinum,
vestur-undan dyrum bæjarins. A kirkjugarðinum voru
tvö hlið, annað á austurvegg hans, sem snjeri að bæn-
um, en hitt hliðið var í vesturvegg garðsins. Um austur-
hliðið var jafnan gengið, þá er farið var í kirkju. En um
hliðið á vesturveggnum var aðeins þá farið, er komið
var með lík að kirkjunni til greftrunar. Kirkjugarðurinn
var allur byggður úr torfi, hár og reisulegur. I báðum
hliðum garðsins voru grindur með rammgerðum um-
búnaði, og þau voru vel máluð. Austurhliðið, sem snjeri
að bænum, var málað rautt, en hliðið á vesturveggnum
gulblátt.
Hliðveggir kirkjunnar voru úr torfi, en báðir gaflar
og þak úr timbri. Gaflar og þak var bikað árlega með
hrátjöru. Tveir gluggar voru á austurgafli og aðrir tveir
á vesturgafli kirkjunnar, sinn hvoru megin við dyrnar.
Fimmti glugginn var á þaki kirkjunnar yfir predikunar-
stólnum. Allir gluggarnir voru hvítmálaðir. Loft var í
kirkjunni inn að kórdyrum; var það haft til geymslu á