Breiðfirðingur - 01.04.1983, Síða 105
BREIÐFIRÐINGUR
103
sama stað, sem áður, en endurbyggður úr grjóti og
stækkaður að miklum mun.
Fjárhúsin stóðu lengra inni á túninu en þau standa
nú, nema eitt þeirra, sem stóð talsvert heimar í túninu
og fyrir vestan reiðgötuna; það er kallað Staka-hús.
Fjárhúsin voru alls 5 að tölu, og munu hafa tekið um
200 íjár. Hesthús, sem stóð vestur á túninu, mun hafa
tekið á millum 10 og 20 hesta; var það rjett við tún-
garðinn, svo að ekki þurfti að reka hestana yfir túnið,
þá er þeir voru látnir inn eða út að vetrinum. Hestarjett
var fyrir neðan (vestan) túngarðinn, rjett við Hvammsá.
Var ætlast til, að þeir, sem kirkjufundi eða aðra fundi
sæktu, ljetu hesta sína inn í rjettina, á meðan messu-
gjörð eða aðrir fundir stóðu yfir. Hestarjett þessi er
fyrir mörgum tugum ára eyðilögð, og önnur byggð á
öðrum stað, og er hún einnig eyðilögð fyrir löngu.
Þess er áður getið, að árið 1894 var byggt íbúðarhús
í Hvammi úr timbri. Þetta hús stóð áður í Arnarbæli á
Fellsströnd, og var byggt þar af Boga Smith, þá er hann
var bóndi þar. Húsið var flutt sjóveg frá Arnarbæli inn
á Akursodda, sem er vestan Hvammsár, við norðurhorn
HvammsQarðar; var það flutt á „Oðni“, sama skipinu,
sem efnið í Hvammskirkju var flutt á árið 1883. Var
húsið sett upp í Hvammi sama sumarið, og það var flutt
þangað. Sjera Kjartani Helgasyni fannst bærinn í
Hvammi ekki nothæfur til íbúðar, og þess vegna rjeðist
hann í að kaupa þetta hús. Þá var ekki opnuð siglinga-
leið í Hvammsfjörð. Urðu þeir menn, sem umbótaþrá
knúði til framfaraviðleitni, að sæta súrum svita að koma
í framkvæmdir fyrirætlunum sínum með byggingar sem
annað, þar sem allt efni varð að sækja til Stykkishólms.
Ari síðar, eða árið 1895, var Hvammsíjörður mældur
upp og siglingaleið opnuð. Þetta íbúðarhús var reist á
svo nefndum Smiðjuhól í Hvammi, sem er skammt fyrir
sunnan suðurgafl baðstofunnar, sem var, og stendur
þar enn í sama formi. Nokkru fyrir 1920 var reistur