Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 106
104
BREIÐFIRÐINGUR
bær í Hvammi fyrir ábúandann. Þessi bær stendur þar
sem þinghúsið stóð. Veggir hans eru úr torfi og grjóti,
og er hann því kallaður torfbær.
Fjárhúsin hafa verið færð talsvert heimar (sunnar) á
túnið en þau áður voru, nema Staka-húsið, sem stendur
á sama stað. Matjurtagarðar eru miklu minni, enda er
fólk þar til muna færra en áður var, svo sem allvíðast
er á sveitaheimilum. En skilyrði fyrir garðrækt og góðri
uppskeru af henni munu hvergi betri í allri Dalasýslu
en í Hvammi. Þegar svo er ástatt, að prestar geta ekki
rekið búskap á prestsetrunum, ætti kirkjustjórnin að
annast um, að útvegaður sje á þau dugandi ábúandi,
sem nytji jarðirnar með dugnaði, svo þær ekki hrörni
um skör fram, svo sem of-víða á sjer stað.
Örnefni í Hvammslandi.
Þess er fyr getið, að bærinn í Hvammi stendur í dal
þeim, sem Skeggjadalur (1) heitir. Ain, sem rennur eftir
dalnum, heitir Hvammsá (2). Eftir endilöngu túninu
liggur reiðgata, sem skiptir því í tvo parta. Sem allvíða
mun vera, er túninu í Hvammi skipt í reiti (velli), og
ber hver reitur (völlur) sitt nafn. Verður hjer fyrst byrj-
að á upptalningu örnefna í túninu norðast, við túnjað-
arinn, og haldið suður túnið austan reiðgötunnar.
Norðasti völlur í túninu heitir Fremri-Traðir (3). Næsti
völlur fyrir sunnan Heimri-Traðir (4). Þar fyrir heiman
(sunnan) Fremri-Norðurvöllur (5), og svo Heimri-
Norðurvöllur (6). Stykkjum þessum hefir auðsjáanlega
verið skipt í sundur með garðlögum, sem víða sjest fyrir
enn. Er þá komið heim að þinghúsi, eða íbúð bóndans,
se.m nú er, Stykkið austan-við bæjarhúsin suður að
Bæjarlæk heitir Sýsla (7). Lækurinn, sem kemur ofan úr
fjallshlíðinni og skiptir henni í tvær hlíðar, heitir Bæjar-
lækur (8). Fyrir sunnan Bæjarlækinn er stykki, sem
Fjósatunga heitir (9). Nær það stykki frá Bæjarlæknum
suður að túngarði og vestur að reiðgötunni, sem liggur