Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 107
BREIÐFIRÐINGUR
105
sunnan túnið. Stykkið fyrir vestan reiðgötuna, en sunn-
an Bæjarlækjar, heitir Hesthúsvöllur (10). Stykkið fyrir
norðan Bæjarlækinn, en vestan kálgarðinn, heitir Keíl-
isvöllur (11); nær sá völlur frá kálgarðinum vestur að
gömlum túngarði, sem sjest dálítið fyrir. Þríhyrnt stykki,
sem er á millum Kefilsvallar og Lögrjettubarðs, heitir
Akurshesthúsvöllur (12); er sá völlur breiðastur við
túngarðinn, en smá-mjókkar, og endar í odda uppi í
túninu. Lögrjettubarð (13) heitir stykkið fyrir norðan
Akurshesthúsvöllinn að vestan og Keflisvöllinn að
austan. Nær það frá kirkjugarðinum að austan vestur
að túngarði. A Lögrjettubarðinu ber hæst af niður-
túninu. Fyrir norðan Lögrjettubarðið, en vestan og
norðan kirkjugarðinn, er allstórt stykki, sem heitir Kirkju-
völlur (15). Takmarkast sá völlur af Lögrjettu-
barðinu að sunnan og túngarðinum að vestan, garð-
lagi á millum Neðri-Traða að norðan og reiðgötunni
ásamt kirkjugarðinum að austan. Frá kirkjugarðinum í
norðvestur liggur ávöl og nokkuð löng flöt í Kirkjuvell-
inum, og heitir hún Kirkjudúkur (16). Fyrir austan
flötina er lægð, sem myndast af Kirkjudúknum, sem
ber talsvert hærra á, og barðinu að austan, sem reiðgat-
an liggur eftir norður túnið. Skammt fyrir vestan
reiðgötuna í Kirkjuvellinum er allstór steinn, sem
Skeggjasteinn heitir (17). Austurhlið steinsins er þakin
jörð yfir á vesturbrún hans, en hann ber á móti vestri.
Steinninn liggur frá norðvestri til suðausturs. Sagnir
eru um, að Skeggi bóndi í Hvammi, sem mun hafa ver-
ið sonur Þórarins fylsennis, sonar Þórðar gellis, tengda-
sonar Miðfjarðar-Skeggja, liggi undir þessum steini. A
Skeggi að hafa sagt svo fyrir, að hann skyldi jarðaður
á þessum stað, og skyldi kista Gullbrár lögð undir höfuð
honum. A Skeggja og þetta atriði verður minnst síðar.
Fyrir norðan Kirkjuvöllinn eru Neðri-Traðir (18), sem
takmarkast af garðlagi að sunnan á millum þeirra og
Kirkjuvallar, en að vestan og norðan af túngarðinum,