Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 109
BREIÐFIRÐINGUR
107
um. Jeg var látinn flytja heyið heim á hestum og fara
ofan Bæjardal og Bæjarhlíð, sem reyndist erfitt og jafn-
framt hættulegt. Eina ferð fór ég ofan Bæjarkollinn; er
það hættulegasta ferð, sem jeg hefi farið með heylest.
Voru margir, sem á sáu, undrandi yfir því, að jeg kornst
þá leið slysalaust.
Fyrir sunnan Bæjarhlíðina er gil, sem Hrosshársgil
eða Hrosshófsgil heitir (25). Gil þetta hefir upptök sín
efst í ljallsbrúninni, er mjög bratt, með miklum svöðum
og klettum. Talsvert vatnsmagn er í gilinu að haustinu
og sjerstaklega að vetrinum; þá er snjóa leysir úr fjall-
inu, getur komið mikið vatnsmagn í gilið, og það gjört
usla á túninu, sem fyr er sagt. En á sumrin er gilið
vanalega vatnslaust, einkum þá er þurkar eru. Gil þetta
skiptir Bæjarhlíðinni og Hjallahlíðinni (26) í tvær hlíðar.
Sagnir eru um, að fyr á tímum hafi gil þetta allt verið
þakið birkiskógi, ásamt Hjallahlíðinni. Fyrir sunnan
Hjallahlíðina tekur við all-mikið klettabelti, sem kallað
er Hjallinn (27). Klettabelti þetta er með nokkrum
skógargróðri. Þá er sjera Þorleifur Jónsson prófastur
skilaði Hvammi árið 1870, var Hjallinn, ásamt Hjalla-
hlíðinni, þakinn þjettum og laglegum birkiskógarrunn-
um. Allt fjallið frá Bæjarkolli og suður á Hjalla er einu
nafni kallað Kollar (28). Fyrir sunnan Hjallann tekur
við Skerðingsstaðahlíðin (29). Efst í þeirri hlíð er stór
gjá, sem heitir Merkjagjá (30). Skammt þar fyrir neðan
hlíðina er stór steinn, sem heitir Merkjasteinn (31).
Skipta gjáin og steinninn merkjum, þar sem koma
saman lönd Hvamms og Skerðingsstaða. Fyrir neðan
Skerðingsstaðahlíðina, Hjallann og Hjallahlíðina eru
börð, sem heimreiðarvegurinn að Hvammi liggur eftir.
Nokkuð heimar en Hjallinn, en vestan vegarins, er upp-
mjór steinn, sem Einbúi heitir (32). Börðin, sem heim-
reiðarvegurinn liggur eftir, heita Hjallabörð (33). Brekk-
urnar fyrir neðan Hjallabörðin heita Hjallabrekkur
(34). Fyrir vestan Hjallabrekkurnar taka við Hvamms-