Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 110
108
BREIÐFIRÐINGUR
eyrarnar, sem skiptast í Efstu-Eyri (35). Prests-Eyri
(36) og Neðstu-Eyri (37). Með-fram syðri enda
Hvammstúnsins og Hjallabörðunum eru miklar upp-
göngur, svo allstórt stykki meðfram þeim er blautt og
þornar ekki, þó að all-miklir þurkar sjeu. Þetta stykki
er kallað Veitan (38). Hvammseyrar voru áður fyr all-
víðáttumikið slægjuland, — auk fjallslægnanna á
Skeggjadal og Þverdal. Þessar eyrar eru nú allt að því
helmingi minni en þær áður voru. Um 1870 rann
Hvammsá með Móholtinu (39), en svo heitir hátt holt
fyrir vestan Hvammsá. Við suðurenda Móholtsins
beygði áin til vesturs og rann með Hofakursbörðunum.
Síðan hefir hún fært sig áfram austur á eyrarnar og
brotið meira og minna af þeim á hverju ári, svo að nú
er það land orðið að grjóteyrum, sem áður var iðgrænn
grasvöllur. Prestseyrin, sem kölluð var, var miðbik eyr-
anna; var hún afgirt með torfgörðum, sem vel sást fyrir
árið 1870 og líklega talsvert lengur. Meiripart af Prests-
eyrinni er Hvammsá búin að róta í burtu og eyðileggja.
Kunnugir menn geta þó sjeð rönd eftir af þessari eyri.
Neðst á Hvammseyrunum, nálægt Hormó, sem er í
Skerðingsstaðalandi, er djúpur pyttur, sem Utburðar-
pyttur heitir (40). Pyttur þessi mun aldrei þorna, þótt
miklir þurkar sjeu að sumri til. Þess er áður getið, að
landamerki millum Hvamms og Skerðingsstaða sjeu úr
Merkjagjá (30) í Merkjastein (31), og eru þau þaðan
sjónhending í Útburðarpytt (40) og þaðan í Hvammsá.
Gamlar sagnir eru, að fyr á öldum hafi börnum, sem
systkin áttu saman, verið drekkt í þessum pytti, og af
því hafi pytturinn fengið nafnið. Um pyttinn og þessar
sagnir verður síðar getið nánar. Hvammseyrarnar eru
taldar frá Útburðarpytti að Ennum (41), sem er bungu-
myndaður rani meðfram vesturrönd Hvammstúns, og
ná þær norðvestur að Paradís (42), sem er lítill hvamm-
ur rjett við túnið, en áin er nær því búin að brjóta
hann allan af landinu. Ennin eru vanalega blaut af upp-