Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 111
BREIÐFIRÐINGUR
109
göngum undan Hvammstúni og vatni úr Bæjarlæknum,
sem dreifir sjer út um þau. Fyrir norðan Hvammstúnið
taka við móar, sem enda kipp fyrir norðan túnið. Móar
þessir eru kallaðir Lægra-Móabarðið (43). Takmarkast
það af Hvammstúninu að sunnan, Hvammsá að vestan,
Barðinu sjálfu að norðan og Hærra-Móabarðinu (44) að
austan. Hærra-Móabarðið nær norður að Þverá, austur
að Þverdalsleiti (45); svo heitir leiti (hvarf) í Þverdals-
mynninu og suður að Hvammstúni. Þverdalur (46) opn-
ar sig á Þverdalsleitinu og liggur fyrst til austurs, en
smábeygir svo til norðurs. Ain, sem rennur eftir Þver-
dal, heitir Þverá (47). I hana renna 6 gil úr austurhlíð
dalsins, en tvö úr vesturhlíðinni, og eitt er fyrir botni
dalsins, sem aðaláin myndast af. Þverá rennur í þröng-
um klettagljúfrum frá norðri til suðurs, en beygir síðan
til vesturs fyrir sunnan Mannsíjall (48); svo heitir keilu-
myndað fjall, sem er á millum Þverdals og Skeggjadals.
Þverá rennur í Hvammsá skammt fyrir norðan Lægra-
Móabarðið (43). Fyrir norðan vestari enda Móabarðsins
er mýri, sem Álfhólsmýri heitir (49); liggur hún að
háum hól, sem Álfhóll heitir (50); rennur Þverá norðan
hólsins, en Hvammsá að vestan. Fyr á tímum var fullyrt,
að margt huldufólk byggi í Álfhól; krakkar og ung-
lingar trúðu því auðveldlega, og girntust þeir ekki að
vera á ferð einir á þeim slóðum.
Hvammslandi tilheyrir allur Skeggjadalur vestan sem
austan Hvammsár. Vestan Hvammsár er stórt gil, sem
Krossgil heitir (51). Skiptir gilið landamerkjum á mill-
um Hvamms og Hofakurs á Skeggjadal. Gil þetta er
með miklum klettagljúfrum, þá er upp í fjallshlíðina
kemur. Fyrir ofan fjallsbrúnina skiptist gilið í þrjár
kvíslar. Vatn, sem gilið flytur, kemur úr fönnum á fjall-
inu á vorin og uppsprettum undan Skothrygg (52). Svo
heitir hryggur, sem liggur norður Qallið á millum
Skeggjadals að austan, en Flekkudals að vestan íjallsins,
sem liggur undir Staðarfell. Skothryggur liggur norður