Breiðfirðingur - 01.04.1983, Síða 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
fjallgarðinn og endar við Skeggöxl (53), sem er há
klettaborg á fjallgarðinum á millum Hvammsljarðar og
Gilsfjarðar, og sem áður er getið um, að liggi 18 dala-
drög að. Fjallið austan Skothryggjar að Skeggjadalsbrún
heitir Gangfjall (54). A Gangfjallsbrúninni, sunnan
Kálfagils, er hár og mikill hóll, sem heitir Arnarbunga
(55) . A Arnarbungu er miðaftan frá Hvammi. Fyrir
innan (norðan) Arnarbungu er gil, sem Kálfagil heitir
(56) . Gil þetta nær að eins upp fyrir fjallsbrúnina. Hlíðin
á millum Krossgils og Kálfagils heitir Gangfjallshlíð
(57) . Fyrir innan (norðan) Kálfagil eru grasbalar, sem
Selflatir heita (58). I Hvammsá, meðfram Selflötum,
eru tveir smáfossar, sem heita Selpollar (59). I þessum
smáfljótum veiddist mikið af smásilungi og yfirleitt í
Hvammsá. Silungsveiði í Hvammsá er fyrir löngu eyði-
lögð. Mun ekki hafa veiðst silungur í henni til muna
nær því 50 ár. Líklegt er, að mætti aftur koma til veiði
í ánni með því að flytja klakseiði í hana, svo sem aðrar
veiðiár. Næsta gil fyrir innan (norðan) Kálfagil heitir
Kiðagil (60), og næsta gil fyrir innan (norðan) það heitir
Gullbrárgil (61). Oll þessi gil eru með miklum klettum
og svöðum, enda eru fjallsbrúnir hlíðanna með kletta-
bryggjum, sem óvíða er hægt að komast upp nje ofan
fyrir gangandi menn. Kálfagil og Kiðagil eru vatnslítil,
nema þá er leysir snjó úr fjallinu. Aftur er talsvert vatn
í Gullbrárgili. Þar sem Gullbrárgil fellur í Hvammsá, er
foss, sem Gullbrárfoss heitir (62). Sagnir eru um, að
húsfreyja frá Hofakri, sem Gullbrá hjet, hafi drekkt sjer
í fossinum, og af henni beri gilið og fossinn nafn. Foss-
inn er talsvert stærri fyrir það, að undirlendi Skeggja-
dals hækkar þar að mun, og þar af leiðir, að Hvammsá
myndar foss á sama stað og Gullbrárgil fellur í hana.
Sauðfje leynist stundum í þessum giljum svo, að erfitt
er að finna það og ná því úr þeim. Hlíðar Skeggjadals
vestan Hvammsár eru gróðurlitlar og berar, með kletta-
beltum efst, svo óvíða er hægt fyrir gangandi menn að