Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 113
BREIÐFIRÐINGUR
111
komast upp þær eða ofan. Fyrir norðan Gullbrárgil
taka við Náttmálahæðirnar (63); ber þær hæst á fjallinu.
Á hæðum þessum eru náttmál frá Hvammi. Fyrir
norðan Gullbrárgil er klettabelti miðhlíðis, sem Gull-
brárhjalli heitir (64). Uppi á þeim hjalla er allstór gras-
breiða, sem Langi-blettur heitir (65). Hlíðin fyrir innan
Gullbrárhjalla er klettalaus. Var venja að fara upp og
ofan hlíðina með klyfjaða hesta, þá er verzlað var í
Skarðsstöð frá Hvammssveit. Var þá farið fjall frá
Hvammi og komið ofan í Hvarfsdal. Var farið með
syðri enda Skeggaxlar og vestur sandana fyrir sunnan
Hvarfsdalsdrögin. Vegur þessi er alt annað en íljótfar-
inn, en miklu skemmri en að fara í kringum alt Klofn-
ingsljall, sem einnig var seinfarinn og slæmur vegur.
Einnig var farið frá Knararhöfn norður fjallið vestan
Skothryggjar, og með suðurenda Skeggaxlar. Var þar
komið á sömu leið og farið var frá Hvammi, þá er átti
að fara vestur yfir fjall.
Fyrir norðan Náttmálahæðir taka við svo-nefndar
Dýjatungur, sem eru þrjár, Heimasta-Tunga (66), Mið-
Tunga (67) og Fremsta-Tunga (68). Þessar tungur eru
aðgreindar af 3 giljum, sem bera sama nafn og þær.
Þegar þar er komið norður í fjallið, heitir dalurinn ekki
lengur Skeggjadalur, heldur Rang(h)ali (69). Dalurinn
er þar orðinn mjór og þröngur. en klettalaus vestan ár-
innar. Eitt gil er fyrir botni dalsins, sem aðaláin mynd-
ast af og heitir Ranghalagil (70). Norðvestur af
Ranghala er talsvert stórt hraun, serrt heitir Skeggaxlar-
hraun (71). Eru þá rakin öll örnefni Skeggjadals vestan
Hvammsár.
Verða því næst rakin örnefni á Skeggjadal austan
Hvammsár, og byrjað norðast í dalbotninum, Ranghala,
og haldið heim Skeggjadal vestan Mannsljalls (48) að
Þverá (47).
I austurhlíðarbrún Ranghala er klettabelti, sem heitir
Votubjörg (72). Fyrir sunnan þau er dalurinn mjóstur,