Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 114
112
BREIÐFIRÐINGUR
og á kafla er þar mjög tæpur vegur, enda heitir gatan
þar Tæpa-gata (73). Eftir þeirri götu geta ekki skepnur
gengið samhliða fyrir því, hve vegurinn er tæpur.
Suður frá Votubjörgum hækkar fjallið til muna, og er
allra-hæst gegnt Tæpu-götu. Hæst á ljallsbrúninni er
hár hóll, sem heitir Sjónarhóll (74). Af honum er mjög
víðsýnt. í góðu skyggni sjest norður á Húnaflóa, Vatns-
dalsfjöll og víðar þar norður um. Enn fremur sjest víða
um fjallgarðinn, í mörg daladrög, sem að Skeggöxl
liggja, svo sem drög Lambadals, Sælingsdals, Traðardals
og Fagradals, auk Skeggjadals og Þverdals, sem þar eru
í námunda við. Fyrir sunnan Tæpu-götu og Sjónarhól
tekur við allvíðáttumikið landsvæði, hallandi til suðvest-
urs, sem einu nafni er kallað Hálsinn (75). Hálsinn tak-
markast af Tæpu-götu og Sjónarhól að norðan, Manns-
fjallinu (48) að sunnan, hryggrana, sem liggur frá Sjón-
arhól að Mannsljallinu og liggur á millum Skeggjadals
og Þverdals, að austan og Hvammsá að vestan. Þegar
farið er úr Skeggjadal (Hálsinum) suður í Þverdal, er
farið yfir þennan hryggrana, þar er talsverð lægð í fjall-
ið, og komið ofan í Þverdalsbotninn. I Hálsinum eru að
eins tvö örnefni, tveir smálækir, sem heita Fremri- og
Heimri-Græni-lækur (76). Voru jafnan góðar slægjur og
grasgott með Grænu-lækjunum. Hálsinn var talinn aðal-
fjallslægjulandið frá Hvammi á Skeggjadal. A norð-
urhöggi Mannsfjalls eru miklir hamrar, sem liggja frá
austri til vesturs; takmarka þeir Hálsinn að sunnan sem
fyr er sagt. Hamrar þessir heita Vegghamrar (77). Háls-
inum hallar mikið til suðvesturs, einkum að Hvammsá.
Þá er hann endar, lækkar dalurinn að mun. Eru þar all-
háar brekkur, sem liggja þvert yfir dalinn; þær heita
Fossabrekkur (78) og liggja að tveimur hamrastöllum á
norðvesturhöggi Mannsfjalls, sem heita Nautastallar
(79), hærri og lægri Nautastallur. Á báðum Nautastöll-
unum eru grasbreiður og voru þær heyjaðar frá
Hvammi sumarið 1886, því grasbrestur var þá mjög til-