Breiðfirðingur - 01.04.1983, Qupperneq 115
BREIÐFIRÐINGUR
113
finnanlegur. En mjög var erfitt að ná heyinu af
Nautastöllunum. A meðan notaðar voru íjallslægjur frá
Hvammi í Hálsinum, var heyvegurinn ofan Fossbrekkur
og heim Skeggjadal. Gott áframhald þótti, þá er komið
var heim 5 ferðum á dag úrHálsinum.
í Fossabrekkunum er margs konar berjalyng; sprett-
ur þar allmikið af ýmsum berjategundum, svo sem
krækiber, bláber, aðalbláber, jarðaber, hrútaber, einiber
og fl. Fyrir neðan Nautastallana er gróðurlítil hlíð, sem
Nautastallahlíð heitir (80). Fyrir heiman (sunnan)
Nautastallahlíðina kemur há og brött hlíð, sem Stekkjar-
hlíð heitir (81). Þessi hlíð nær upp á vesturhögg Manns-
ljalls. Gróður var nokkur í Hlíðinni. Mest bar þar á
lynggróðri. Niðri í dalnum, fyrir neðan hlíðina, eru
tveir grasbalar, sem Selbalar heita (82). A millum Sel-
balanna eru tveir smálækir, sem báðir heita Selbalalækir
(83). Til forna hafði verið selstaða frá Hvammi á
Skeggjadal, og selið staðið undir Stekkjarhlíðinni. Munu
Selflatirnar norðan árinnar og Selbalarnir sunnan
hennar draga nafn sitt af selinu. Fyrir heiman (sunnan)
Stekkjarhlíðina eru allstórir hólar, sem Stekkjarhólar
heita (84). Enn heimar eru móar, sem Stekkjarmóar
heita (85). Móar þessir ná heim að Stekknum (86), þar
sem Litli-Hvammur eða Hvammskot áður stóð. Mun
meiri hluti móanna hafa áður verið tún og tilheyrt
Litla-Hvammi (Hvammskoti). Eyrarnar með-fram
Hvammsá, fyrir norðan Þverá, voru vanalega kallaðar
Koteyrar (87) eða Stekkjareyrar. A Koteyrunum er stór
steinn, sem Stóri-steinn var kallaður (88). Fyrir heiman
Stekkinn (Hvammskot) taka við mýrar, sem kallaðar
voru Kotmýrar (89). Ná þessar mýrar frá Stekknum
heim að Gagnholti (90); svo heitir hátt melholt, skammt
fyrir norðan Þverá, vestur að Koteyrum og austur að
hlíðarrótum Mannsfjalls. Eystra högg Stekkjarhlíðarinn-
ar (81) heitir Stekkjarhlíðarbrún (91). Efsti tindur
Mannsfjallsins heitir Mannsljalls-hnúkur (92). Efst í