Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 116
114
BREIÐFIRÐINGUR
MannsQallinu, nær uppi við Hnúk, er grasivaxin lægð,
sem liggur frá norðri til suðurs og heitir Langalág (93).
Af efsta tindi Mannsfjallsins er mjög víðsýnt, eins og af
Sjónarhól, Sjest norður á Húnaflóa og norður í Húna-
vatnssýslu og víðar. I vestanverðu Mannsfjalli, upp-
undan Kotmýrum, eru þrjár allstórar melbungur, sem
allar eru kallaðar Pjeturs-Melar, Fremsti Pjetursmelur
(94), Mið-Pjetursmelur (95) og Heimasti-Pjetursmelur
(96) . Melbungur þessar liggja ofan fjallið, allar á
svipaðri stærð. Lengd melanna er talsvert meiri en
breidd þeirra. Gras- og lyng-geirar eru á milli melanna.
Suðurhögg (endi) Mannsfjallsins er jafnhallandi suður
að Þverá. Þessi halli fjallsins er kallaður Mannsijallstagl
(97) .
Að austan Mannsfjalls, en vestan Þverár, eru fá ör-
nefni á Þverdal. Þá er kemur norður-eftir dalnum er
klettabelti, sem Voti-hjalli heitir (98), og nokkuð þar
fyrir norðan er gil, sem Moldgil heitir (99). Mannsfjall
er að austan mjög gróðurlítið og jafnframt örnefna-
snautt. Þá er kemur norður að botni dalsins, kemur gil
úr norðvesturátt, sem Þvergil heitir (100). Allmiklar
grasbreiður, sem liggja fyrir botni dalsins og hallar frá
norðri til suðurs, heita Þvergilstungur (101). Takmörk
þeirra eru þessi: Þvergil að vestan, Sjónarhóll (74) og
Sandarnir austur af honum að norðan, en Norðurhóla-
gil (102) að sunnan. Gil skiptir Þvergilstungunum í
tvennt; það heitir Austur-Þvergil (103). Öll þessi þrjú
gil koma saman í eitt og nefnast þá Þverá. Þar eru suð-
urtakmörk Þvergilstungna. Fjallið austur-af Þvergils-
tungum er á millum Þverdals og Lambadals, sem er í
Sælingsdalslandi. Þvergilstungurnar eru grasbreiður,
sem liggja frá austnorðri til suð-vesturs; voru þær taldar
gott heyskaparland. A meðan fjallslægjur voru notaðar
frá Hvammi, var jafnan heyjað annað sumarið í Þver-
gilstungum, en hitt í Hálsinum. Hey þóttu jafnan enn
betri úr Þvergilstungum. Þá er fráfærur tíðkuðust, var