Breiðfirðingur - 01.04.1983, Síða 117
BREIÐFIRÐINGUR
115
setið hjá kvíánum á Hvammsdölum til skiptis. Þó þann-
ig, að tvo dagana var setið hjá á Skeggjadal, en þriðja
daginn á Þverdal.
A Þverdal austan Þverár eru örnefni þessi: Fyrir
sunnan Norðurhólagil (102) eru lrólar uppi undir
fjallsbrúninni, sem heita Norðurhólar (104). Þeir eru á
millum Norðurhólagils og Fremra-Hyrnugils (105).
Fyrir sunnan þetta gil eru enn hólar, sem heita Hyrnur
(106). Fyrir sunnan Hyrnur er gil, sem Syðra-Hyrnugil
heitir (107). Næsta gil þar fyrir sunnan heitir Ofærugil
(108). Mun gil þetta bera nafn af svöðum og klettum,
sem í gilinu eru, og því, hve erfitt er að komast yfir
það, einkum með stórgripi, og er það raunar ekki hægt,
nema á einum stað. Um Ofærugil beygir Þverdalur
meira til vesturs. Vestan Ofærugils, sem fellur í Þverá,
er stór Hvammur, sem Kúahvammur heitir (109). I
Kúahvammi er allmikið gras. Þá sjaldan hann var
heyjaður, var mjög erfítt að ná heyinu upp úr honum,
vegna kletta, sem umkringja hann, nema á litlu stykki.
Börðin í austurhlíð Þverdals fyrir vestan Ofærugil, heita
Bekkir (110). Þessi börð, Bekkir, ná frá Ofærugili vest-
ur að Öðru-Gili (111); svo heitir næsta gil fyrir heiman
(vestan) Ófærugil. Skammt fyrir heiman (vestan) Ann-
að-gil er gil, sem heitir Fyrsta-gil (112). Gil þetta er
skammt fyrir austan Þverdalsleitið (45). Bæði Fyrsta- og
Annað-gil eru lítil og með litlu vatnsmagni. Vanalega
þur (vatnslaus) á sumrin; vatn að eins í þeim á vorin, þá
er snjóa leysir úr fjallinu, og ef til vill að vetrinum, þá
er rigningar eru. .
Þá eru hjer talin öll örnefni í Hvammslandi, sem jeg
man eftir. Getur verið, að jeg hafi gleymt eða hlaupið
yfir einhver ómerk örnefni. Líka getur átt sjer stað, að
eitthvað af örnefnunum hafi verið lagt niður og tekin
upp önnur nöfn, síðan jeg var í Hvammi. En kunni svo
að vera, verð jeg að halda því fram, að þau nöfn, sem
hjer eru skráð, sjeu eldri og því rjettari.