Breiðfirðingur - 01.04.1983, Síða 118
116
BREIÐFIRÐINGUR
Gamlar sagnir frá Hvamrai.
1. Þegar Skeggi Þórarinsson fylsennis, sonarsonur
Þórðar gellis, er átti Hróðnýju, dóttur Miðfjarðar-
Skeggja, bjó í Hvammi, er sagt að búið hafi á Hofakri
kona, sem Gullbrá hjet. Sögunni fylgir, að Gullbrá hafi
verið skapstór kona, heiðin og ófáanleg til að taka
kristna trú, og vegna skapsmuna hennar hafi margir
orðið fyrir barði hennar, og á meðal þeirra hafi Skeggi
bóndi í Hvammi verið. Þess er líka getið, að Skeggi í
Hvammi hafi verið kristinn, og alt hans fólk, og að
hann hafi látið reisa kirkju í Hvammi. Þess er áður get-
ið, hvernig landslagi í Hvammi sje háttað, að bærinn
standi undir austurhlíð Skeggjadals, en Hofakur er
undir vesturhlíðinni. Þess vegna skín morgunsólin svo
skært og fagurt yfir Hofakur, svo þar er heitt og bjart
á sumarmorgna. Gullbrá hafði ekki ósjaldan kvartað
yfir ofbirtu, sem legði í augu sjer, þá er hún horfði yfir
að Hvammi. Eru líkur til, að þessi ofbirta, sem Gullbrá
kvartaði um, hafi stafað af morgunsólinni, en ekki af
kristinni trú Skeggja og hans fólks, þó að Gullbrá hafi'
álitið að svo væri. En hvað sem það hefir átt að merkja
hjá henni, segir sagan, að mikill nágrannakrytur hafi
verið á millum Skeggja og Gullbrár, og meira borið á
milli en trúin ein; yfir höfuð hafi þau borið óhlýjan hug
hvort til annars. Gullbrá átti kistu eina væna, gjörða af
silfri og af miklum hagleik, gullrekna á hornum. Er
sagt, að kistan hafi verið besti gripur, og að Skeggi hafi
lagt fölur á hana, en það hafi átt að auka óvild á millum
þeirra, auk hinnar kristnu trúar, sem Gullbrá var mjög
illa við. Það var því einn dag, að Gullbrá sagði svb fyrir,
að söðla skyldi hest sinn, bera kistuna góðu, og leggja
hana á hest. Aður en Gullbrá gekk út, batt hún fyrir
augu sér, svo að ekki skyldi leggja í þau ofbirtu, þótt
henni yrði það á, að líta yfir að Hvammi. Líkur eru til,
að þetta hafi verið snemma morguns, og að sólin hafi