Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 120
118
BREIÐFIRÐINGUR
lagði Skeggi á stað yfir Hvammsá og fór inn að
Krossgili, fann þar hringinn, sem þar varð eftir úr gafli
kistu Gullbrár. Stuttu þar á eftir lagði hann aftur á stað
inn Skeggjadal og staðnæmdist ekki fyr en hann kom
að Gullbrárfossi. Sennilega hefir hann hugsað sjer að
slæða kistu Gullbrár upp úr fossinum. Sagan segir, að
Gullbrá hafi ekki viljað sleppa eign sinni, og komið á
móti Skeggja allófrýnileg afturgengin. Attu þau Skeggi
og Gullbrá þar saman langa viðureign og stranga. Eftir
sólarhringsviðureign yfirvann Skeggi Gullbrá, og náði
um leið kistunni, sem hildarleikurinn stóð um. Lagði
hann svo kistuna á bak sjer og kom heim með hana blár
og blóðugur eftir viðureignina. Haft er eftir Skeggja, að
aldrei hafi hann komizt í slíkar mannraunir, nje
krappari viðureign en þá, við Gullbrá afturgengna, og
að koma henni fyrir kattarnef, sem honum hefir átt að
takast, eftir því, sem þessi saga hermir.
Samkvæmt þessum sögum átti Skeggja að hafa þótt
mjög vænt um kistu Gullbrár eftir að hann eignaðist
hana. Síðast á hann að hafa sagt svo fyrir, að kistan ætti
að leggjast undir höfuð sjer, þegar hann andaðist, full
af gulli og öðrum gersemum, og að sig ætti að jarða á
tilteknum stað í Hvammstúni. Þó að öll þessi saga kunni
að vera ýkt eða tilbúningur, er talið áreiðanlegt, að leiði
Skeggja sje norður í túninu, skammt fyrir vestan
reiðgötuna. Þar er stór steinn, jarðgróinn að austan, en
alveg ber á móti vestri, og heitir hann Skeggjasteinn.
Fullyrða margir, að Skeggi Þórarinsson liggi undir þeim
steini, og kista Gullbrár hafi verið lögð undir höfuð
honum, eins og hann hefði fyrir lagt. Sagnir eru um,
að ýmsir hafi haft hug á að rjúfa dys Skeggja til að ná
kistunni með öllu því, sem hún hefir inni að halda, en
ekki hefi jeg heyrt sagnir um, að neinir hafi haft áræði
til þess, nema tveir bræður, fyr á öldum. Er svo sagt,
að þá er þeir voru fyrir nokkru byrjaðir á verkinu, hafi
þeim orðið á að líta til kirkjunnar, og þeim þá sýnzt hún