Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 121
BREIÐFIRÐINGUR
119
standa í björtu báli, og er sagt, að þeir hafi þá jafnskjótt
horfíð frá greftinum til þess að slökkva eldinn. Þá er
þeir komu að kirkjunni, sáust engin vegsummerki, að
um íkveikju eða eld í kirkjunni væri að ræða. Bræður
þessir eiga þá að hafa hætt alveg við gröftinn, og álitið,
að Skeggi vildi ekki láta eiga við sig nje sína fjármuni.
Ekki hefi jeg heyrt, að aðrir hafí byrjað á að rjúfa dys
Skeggja. En kunnugt er mjer um nokkra menn, sem
mikla löngun höfðu til að kanna legstaðinn, og vita um,
hvort hjer væri um íjármuni að ræða, og er furðulegt,
að svo skuli ekki hafa verið gjört. Sagt er, að Skeggi
hafi gefið Hvammskirkju hringinn úr kistugafli Gull-
brár, þann sem losnaði frá kistunni, þá er hún datt af
hestinum í Krossgili; fann Skeggi hann og hirti, og er
svo sagt, að það sje sami hringurinn, sem var í kirkju-
hurð Hvammskirkju, þeirri, sem rifín var árið 1883.
2. Gamlar sagnir eru um tvö systkin, sem voru
vinnuhjú í Hvammi og kom svo vel saman, að stúlkan
varð barnshafandi af völdum piltsins. Eftir að þeim
varð það kunnugt, hurfu þau, og vissi enginn, hvað af
þeim varð. Voru gjörðar að þeim margar og Ijölmennar
leitir, en allar árangurslausar. A þeim tíma voru hlíð-
arnar fyrir austan og sunnan Hvammstúnið, ásamt
Hrosshársgili, alþaktar þjettum birkiskógarrunnum.
Var skógurinn svo þjettur, að víða mátti leyna sjer í
honum, einkum í Hrosshársgili; þar kvað hann hafa
verið einna þjettastur. Auk þess er þar dálítill hellis-
skúti, sem hægt er að leyna sjer í fyrir tvær manneskjur,
og hafa sæmilegt skjól, með nokkurri aðgerð. Nokkur
ár liðu svo, að ekkert spurðist til systkinanna, og var
löngu hætt að leita þeirra. Eitt sinn um kveldtíma, bar
svo til að haustlagi eða um þann tíma árs, þá er stuttur
var dagur, að ferðamenn, sem áttu leið heim að
Hvammi, sáu ljós uppi í Hrosshársgili, og gátu um það
strax, þá er þeir komu heim. Var þá farið að grennslast
eftir, hvernig á þeim ljósagangi stæði, og var safnað