Breiðfirðingur - 01.04.1983, Síða 122
120
BRF.IÐFIRÐINGUR
fólki saman til að leita um gilið. Fundust þá bæði syst-
kinin í hellinum í gilinu; höfðu þau búið um sig sæmi-
lega og leið nokkurn veginn. Við yfirheyrslur játuðu
þau bæði, að þau hefðu verið í gilinu allan þann tíma
frá því, er þau hurfu frá Hvammi. Enn fremur, að þau
hefðu átt börn saman, sem þau hefðu farið strax með
eftir fæðing þeirra og drekkt í pytti niðri á Hvammseyr-
um. Er sagt, að þessi pyttur hafi af því fengið nafnið
Utburðarpyttur (sjá 40). Þá er að var gætt, fundust bein
barnanna í pyttinum. Ekki er gott að segja, hvorL saga
þessi sje með öllu sönn eða ekki, en víst er, að nafnið
á pyttinum er mjög gamalt. Enn fremur er það víst, að
pytturinn er djúpur og mun ekki þorna, þó að miklir
þurkar gangi. I botni hans eru miklar jurtaleifar og
leðja, svo að vel getur verið, að líkamir barnanna hafi
getað dulizt þar, til þess er að þeim var gáð. En þó að
sagan sje að einhverju leyti ýkt, bendir ýmislegt til, að
einhver fótur sje fyrir henni. Meðal annars það, að
pytturinn fjekk þetta nafn, Utburðarpyttur, og að það
hefir orðið svo fast við hann, að hann er kallaður svo
enn í dag. Jeg minnist þess, að þá er jeg var barn, var
saga þessi álitin með öllu sönn; mun fáum hafa dottið í
hug að segja hana ósanna. Ekki ósjaldan kvaðst fólk
heyra ýlfur mikið frá Utburðarpytti, og var það sett í
samband við þessa sögu. Var trú fólks, að þá er þetta
ýlfur heyrðist, vissi það á vestan- eða útsunnan-rosaveð-
ur. Þá er jeg kom aftur að Hvammi, heyrði jeg aldrei
neitt þess konar, og ekki heldur annað fólk, sem þar
var. Ekki hefi jeg heldur heyrt þess getið á seinni árum,
að heyrzt hafi ókennileg hljóð frá þessum stað, en það
er vel skiljanlegt, að þær sagnir hafi verið hugarburður
einn, þó að aðalþáttur sögunnar sje sannur.
Fleiri sagnir frá Hvammi kann jeg ekki, svo hægt sje
að færa í letur.