Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 132
130
BREIÐFIRÐINGUR
arheimili. Þar á bæ var orgel, sem dætur þeirra Fells-
endahjóna, Guðrúnar og Ólafs, spiluðu á.
Það var einu sinni fyrir jólin að systurnar, þær Jó-
hanna og Þórdís, komu að máli við Kjartan og báðu
hann að yrkja nú eitthvað fallegt, sem heimilisfólkið
gæti svo sungið á jólahátíðinni. Þá varð til eftirfarandi
sálmur.
Nú jólahátíð höldum,
nú heims um ból er glatt.
Nú góðar þakkir gjöldum
vér guði fyrir allt.
Hann hindrar vorar hættur,
hann hindrar vora nauð,
hann er oss verndarvættur,
hann veitir daglegt hrauð.
Hann sendir hríðir harðar,
hann hart oss agar víst.
En allt það einu varðar
og oss í blessun snýst.
Þótt þrumur þungar geysi
og þyrnum braut sé stráð,
þá verndar höll og hreysi
og hlífir drottins náð.
Hann styrkir veikan vilja,
og vekur döprum ráð,
því öllum vill hann ylja
af allri sinni náð.
Vort landið litla blessa
og lífga blóm á kvist,
og geð vort hugga, hressa,
ef heiðrum Jesúm Krist.