Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 138
136
BREIÐFIRÐINGUR
Litlu get ég það launað þér,
en lítið engu þó betra er.
Eg er svo sára sálarlaus;
sárkaldir fætur, dofinn haus,
að mér er ei hægt að yrkja óð,
í æðunum nærri er storknað blóð,
því nú er mér gengin æsku-öld,
ævinnar komið napurt kvöld;
hrímkaldur bæði og hélugrár
hrökklast ég nú með grettar brár;
ungur ég forðum þótti þó
þrekinn og fær í margan sjó;
hagorður oft ég kvæði kvað,
svo kvensunum þótti gaman að.
En nú er ég orðinn ósköp hás
allt eins og gamall þjór á bás,
svo stúlkurnar ungu stuggar við,
stef þegar nöldrar karltetrið;
allt þetta gerir ellin að,
ekki er til neins að kvarta um það,
hún loksins öllum kemur á kné,
karltetrið Þór fyrir henni hné.
En hvað á nú þetta karlaraup,
sem körlum er tamt þá fá þeir staup.
þú aftur ei lifir æskuvor
acti temporis laudator.
Þá er að minnast annað á,
er átum við saman Nefi* hjá
þarna úti undir Illa hrauni;
Arna** mínum það drottinn launi;
þar hámaði ég í mig heitan graut,
hangikjöt bæði og steik sem flaut
t sínu bráðnu eigin floti,
allt var ríflegt á þessu koti,
mjölvindar, eins og manstu, vóru
mönnum bornir á fati stóru,