Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 139
BREIÐFIRÐINGUR
137
vínið í skálum, kaffíð í kollum
og kliftækir sykurhlunkar í bollum,
svo maginn í mér varð meir en hlessa,
hann man alltaf síðan veislu þessa
og hefur ei síðan borið sitt barr,
því bumbult honum að lokum var;
en þó að sá kostur þætti góður,
þar var allt minna um sálarfóður;
þeir skröfuðu ei nema um skyr og graut.
Mér fóru þær ræður loks að leiðast
og lausnar gjörði þaðan beiðast;
ég var líka svo heljar hás,
að hugsun mín öll varð undir lás,
því ég var lasinn, þótti mér svalt,
þar var líka svo fjandans kalt;
af Bakkusi þorði ekki að þefa,
þar um var ég í stórum efa,
þegar ég skalf sem kari kálfur,
hvort að ég væri þetta sjálfur;
ég skreiddist þó inn og upp á pall
og yfirgaf þennan grindahjall.
Eg þegar slapp úr þrautum þeim,
þá við mér tók með höndum tveim
holdmjúk, siðlát og hýrleit kona,
huggun volaðra Adams sona;
hún vafði mig inn í voð margfalda
og vermdi mína limu kalda,
rétt eins og þegar ástrík móðir
aumstöddu sínu hjúkrar jóði,
hún fór um mig allan heitri hendi
og hitaði dátt, en samt ei brenndi,
rafmagn ástar úr henni flaug
og mína spennti hverja taug
eins og hljómfagra fiðlustrengi
frækinn söngmaður spennir lengi
alhvelfdum söngva inni í sal