Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 140
138
BREIÐFIRÐINGUR
altissimo þá syngja skal,
og ef ég á þér satt að segja,
svei mér ef ég vildi deyja,
því uppyngt mér svall í æðum blóð
eins og ég fyrst þá kyssti fljóð.
En allar skemmtanir eiga kvöld,
eru það gömul syndagjöld,
um morguninn fór ég kátur á kreik
og komst upp á hann gamla Bleik.
Hann Erpstaða Skeggi*** eins og ég
ýta vildi þá heim á veg,
beina leið inn í Bjarnadal
brölta létum viðjóaval;
en heljar brekkan há og brött
hún var ei geng nema fyrir kött,
svo brjóstveikan mátti bera mig
Bleikur minn um þau glæfrastig.
Löng þó mér fyndust löndin heiða,
loksins komum við o’nað Breiða
og fundum gullkónginn**** gamla þar,
gestrisinn hann og kátur var;
svo þegar kom ég síðar heim
sár-uppgefinn úr ferðum þeim,
lúið corpus ég lagði í ból
og leit ei upp fyrir þriðju sól.
Nú er ég hættur þulu að þylja,
þér ég gjörði það rétt til vilja
að fitja upp þennan ferðabrag
firða sem enginn kann við lag.
Héðan er nú svo fátt að frétta,
að fréttir ei lengja kvæði þetta,
því enginn fæðist og enginn deyr
og enginn held ég að giftist meir.
Henni Kristínu, konu þinni,
kveðju mína ég bið þú innir,
kysstu hana eins og kanntu best