Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 143
ÆTTARÞÆTTIR II
Niðjatal Lauga-Magnúsar Jónssonar, ásamt eeviágripi
og sýnishorni kveðskapar hans. Fyrri hluti.
Æviágrip
(Uppskrifað er eftir hans eigin sögn og eftir því sem
móðir hans sagði honum á hans ungdómsárum, - 1833
af Boga Benediktssyni. Landsbókasafn 368 4to).
Móðir Magnúsar hét Ingibjörg, dóttir Jóns Bjarna-
sonar, sem lengi bjó á Rófu (Uppsölum) í Miðfirði.
Kona Jóns þessa var Valgerður, ættingi Einars biskups
Þorsteinssonar.
Ingibjörg þessi ólst upp hjá foreldrum sínum til síns
23. árs, þá hún réðist fyrir þjónustustúlku og bústýru
eða ráðskonu Magnúsar bónda á Efra-Núpi í Miðfirði,
hvar hún var í sömu stétt hjá honum í 20 ár. Þá Ingi-
björg var 45 ára bar svo við árið 1763 í 19. viku sumars,
að hún ól sveinbarn á Efra-Núpi.
Jón hét maður og var Þorsteinsson (Arnfinnssonar
Miðfjarðarskálds), sem hafði sitt aðsetur vestur undir
Jökli, en drukknaði löngu seinna með Eggert vicelög-
manni Ólafssyni. Hann hafði verið á sumrum oft í
kaupamennsku í Húnavatnssýslu, á ýmsum bæjum,
meðal hverra hann var sumarið 1763 kaupamaður á
Efra-Núpi, en fór þaðan vestur undir Jökul, þá 18 vik-
ur voru af sumri.
Þá barn Ingibjargar var fætt téð sumar, var nefndur
Jón Þorsteinsson kallaður faðir þess barns. Bað fyrr-
nefndur Magnús bóndi Pálsson á Núpi séra Þorstein á
Staðarbakka, Pétursson, að koma fram að Núpi og skíra