Breiðfirðingur - 01.04.1983, Síða 144
142
BREIÐFIRÐINGUR
barnið. Sr. Þorsteinn ferðaðist þangað og spurði um
faðerni barnsins. Var honum sagt að Jón kaupamaður
væri faðirinn, hann hefði um veturinn komið heim að
útvega sér kaupavinnu. Prestur kvað aðra ekki til þess
vita. Þetta varð þeim að sundurþykki, svo prestur reið
heim og skírði ekki barnið. Magnús bóndi Pálsson sendi
þá með barnið tvo karlmenn og einn kvenmann til sr.
Eiríks vinar síns Guðmundssonar að Stað í Hrútafirði
og bað hann skíra barnið, kvaðst skyldi standa inni fyr-
ir, ef átalið væri, að sr. Eiríkur skírði barnið á Stað.
Ut af þessu jókst svo megn óvild milium Magnúsar
bónda Pálssonar og sr. Þorsteins Péturssonar, að Magn-
ús seldi Stóra-Núp með Þverá og Kjöl, 60 hundraða, og
fleiri jarðir, er hann átti fyrir norðan, og flutti á eign
sína, Ögur við Isafjarðardjúp; bjó þar eitt ár. Þar eftir
fékk hann Sigurði Ólafssyni próventu sína og var sjálf-
ur í Ögri meðan lifði.
Nú víkur sögunni til Ingibjargar. Sama vor og Magn-
ús flutti vestur fór hún sem vinnukona með barn sitt
að Húki í Núpdalssókn, og var þar 2 ár hjá Ara bónda
Hallssyni. Þaðan fór hún til Bjarna bróður síns Jóns-
sonar, er búið hafði að Vík á Vatnsnesi, en var þá flutt-
ur að Þverá í Vesturhópi, og var þar að miklu leyti sem
húskona. Hún keypti sér hest og Bjarni bróðir hennar
gaf henni annan, og fór hún um sumarið með Magnús
son sinn vestur í Ögur að finna sinn fyrra húsbónda.
Ekki vildi Magnús í Ögri taka við Ingibjörgu og syni
hennar, þá þriggja vetra, en gaf henni upp á hest mjöl,
fisk, eitt og annað smálegt og 4 spesíur. Fór því Ingi-
björg norður aftur og var í ýmsum stöðum húskona
með syni sínnm. Gekk þann veg í 8 sumur, að hún fór
að finna Mágnús, sem gaf henni eins hvert sumar, til
þess hann dó 1774. Þá var son hennar 11 vetra.
Nú fór Ingibjörg um þessar mundir eða fyrri norður
að Hólum að finna biskup Gísla og frú Ingibjörgu, því
þau áttu ætt saman. Bauðst þá biskup að taka drenginn,