Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 145
BREIÐFIRÐINGUR
143
en þar Ingibjörg fékk þar ekki viðtöku sjálf, vildi hún
ekki skilja við sig son sinn.
Þá Magnús var 11 vetra fór hann í dvöl til bóndans
á Barkastöðum, en móðir hans í húsmennsku og var
þar 2 ár, þ.e. 1774—1776. Magnús var snemma nám-
gjarn, og gaf sr. Eiríkur á Stað í Hrútafirði, skírnarfaðir
hans honum skrifaða upphafsstafi. Bjargaðist hann með
blek og ýmsan pappír af gjöfum frá ýmsum og tók sér
fram að skrifa. Þrettán vetra fór Magnús í vist til
bóndans Þorsteins á Núpi í Miðfirði og var hjá honum
í 7 ár, þ.e. 1776—1783. Var hann snemma lagvirkur til
allra verka og smiður góður á járn og tré, skáld gott og
námgjarn.
Þá Magnús var tvítugur, þ.e. 1783 tóku að byrjast þau
miklu harðindi norðanlands. Missti þá húsbóndi hans
sinn lifandi pening mestallan og sagði Magnúsi upp
vistinni um haustið, gat ei goldið honum í mat eða feit-
meti, utan mjög litla kauphýru.
Ráðafár ráfaði Magnús vestur í Dali um haustið, var
nótt á Svalbarði í Miðdölum. Þar bjó þá ekkja, Kristín
Jónsdóttir. Magnús vistaðist hjá henni eftirleiðis, en þá
átti hún svo örðugt að hún gat ekki tekið hann. Því
ráfaði hann út undir Jökul og út á Hjallasand, hafði þar
bágan aðbúnað, og ei annað til viðurværis en blautan
þorsk og vatn að drekka, þá upp var genginn feitmetis
fjórðungur, sem hann hafði að norðan. Af óvana þess-
arar fæðu lagðist Magnús í vesöld, lá hann í mánuð,
fékk þá góða hjúkrun, svo hann réttist nokkuð. Jón
sýslumaður á Ingjaldshóli (Jón sýslum. Arnórsson, er
þar dvaldi 1778—1787) skaut þá skjóli yfir hann í hálfan
mánuð. Þá fór hann að Fossi til Valgerðar systur sinnar,
er einnig var kölluð Jónsdóttir — og var þar rúman hálf-
an mánuð.
ÞaðMiafði fyrri við borið að Magnús hafði nokkrar
undanfarnar vorvertíðir róið í Hrísum, þ.e. milli Ennis
og Höfða - hjá Erasmusi bónda þar. Hafði þá nokkur