Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 146
144
BREIÐFIRÐINGUR
kunningskapur komið millum Magnúsar og Möllers
kaupmanns í Olafsvík, af því Magnús hafði útvegað
nyrðra eftir tilmælum kaupmanns refaskinn. — Nú kom
svo, að Magnús um vorið á páskum 1784 komst í
þjónustu hjá Möller, sem tók ýmsa til saltfiskverkunar.
En þá Möller varð þess var að Magnús var smiður, lét
hann Magnús smíða ýmislegt fyrir sig, og einkum gera
að sínum bátaútvegi, gaf honum gott fæði og sæmilegt
kaup eftir því sem þá var venja, bauð og Magnúsi að
fara utan með sér. En þá Magnús sagðist hafa vistast,
kvað kaupmaður honum skylt að enda það.
Undir sláttinn fór Magnús til fyrrnefndrar ekkju, sem
flutti sig þar eftir að Skógskoti, og bjó þar í 2 ár til þess
hún gaf sr. Erlendi Hannessyni presti á Kvennabrekku
próventu sína og flutti til hans.
Þá Magnús fór frá téðri ekkju, giftist hann fátækri
bóndastúlku, Sigríði Jónsdóttur, sem var vinnukona hjá
Brynjólfi Jónssyni í Ljárskógum og konu hans Þórunni
Einarsdóttur, sýslumanns, og fór sama ár að hokra á
hálfum Höskuldsstöðum, hver jörð, 40 hundraða að
dýrleika, var þá, ásamt fleiri jörðum í Laxárdal, í eyði.
Bústofninn var 2 jarðar kvígildi. Konan fékk í arf 1 kú,
en Magnús átti þá 1 á, eitt tryppi og eitt folald. Þar bjó
Magnús í 2 ár. Þá seldi Þórunn í Ljárskógum, er orðin
var ekkja — jörðina, og flutti kaupandi sig þangað, en
Magnús flutti þá að Lambastöðum í Laxárdal, 16 hund-
raða jörð, sem höfðu í mörg ár verið í eyði og voru að
öllu rúíneraðir. Þar bjó hann í 13 ár. — A þessum 15
búskaparárum átti hann með konu sinni 12 börn, hafði
fyrir þeim svo engin komu til sveitar.
Eftir þrettán ára ábúð á Lambastöðum var Magnús
með sinni fjölskyldu orðinn sæmilegur bóndi. Var hann
þá beðinn að taka Giljaland í Haukadal og flutti hann
því þangað vorið 1802, en hreppti þar mesta baga og
felldi mikið af fé sínu. Flutti hann því eftir eins árs
þarveru að Fjósum í Laxárdal og bjó þar 8 ár. Rétti