Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 147
BKEIÐFIRÐINGUR
145
hann þar við og farnaðist allsæmilega. Þó vegna vissra
orsaka flutti hann þaðan 1811 á 6 hundruð af
Leysingjastöðum í Hvammssveit, hver 6 hundruð hann
árinu fyrir keypti. A þessum parti þótti honum of
þröngbýlt fyrir sig; seldi hann því og keypti hálfa
Magnússkóga í sömu sveit, flutti þangað 1812 og bjó
þar í 17 ár. Þar missti hann Sigríði konu sína 3. júlí
1825. Urðu þá skipti á búi hans, svo sjálfur varð hann
ekki búfær. Tók þá Magnús sonur hans, sem þá var
giftur, sér bústað á Magnússkógum, en Magnús fór til
hans í húsmennsku um 2 ár. Svo bar til, að honum þótti
það ekki alls kostar gott að vera kominn í flestu upp á
aðra, breytti því hag sínum, tók til sín konu, Guðlaugu
Einarsdóttur, og giftist henni haustið 1828.
Árið 1829 flutti hann með konu sinni að Laugum í
Hvammssveit, seldi sinn part í Magnússkógum til að
geta fengið bústofn og bjó þar eftir á téðum Laugum
til þess hann deyði 23. júní 1840 á 77 ári.
Hann varð seinast á ævi sinni mjög lasinn til heilsu,
og tvö seinustu árin varð hann karlægur. Kirkjubókin
segir að Magnús hafi látist af ellikröm, yktsýki og kör
í tvö ár.
Af bændamönnum mátti Magnús reiknast með þeim
betri að mörgu. Þegar hann bjó á Fjósum var hann
hreppsstjóri þeirra Laxdæla um hríð. Hann var vel að
sér til munns og handa, góður erfiðismaður, smiður
góður, einkum á járn, hófsamur um margt, aðdrátta-
samur til bús síns, þrifínn og hirðusamur, en mælt var,
að kona hans hefði ekki verið þar til lagin, og hefði
þeim hjónum orðið það að sundurlyndi, ásamt því, að
Magnús var haldinn kvenhollur maður á yngri árum. —
Mikið vel féll honum og hans seinni konu. Magnús þótti
stundum glettinn í skáldskap og kastaði fram óþarfavís-
um. Hann orkti margar rímur, en tafði lítið verk þar
við. Þótt hann væri að smíða eða þessháttar, orkti hann
og uppteiknaði vísurnar, en umbætti seinna, þá ekkert