Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 148
146
BREIÐFIRÐINGUR
sérlegt var að starfa. Hann var réttgóður að ríma sögur
og þar í vel liðugur. Sem rímnaskáld mátti hann teljast
með þeim betri. Ritari var hann og allgóður, en hafði
gamaldags hönd.
Sýnishorn kveðskapar
Hér lýkur ævisöguágripi því, er Bogi Benediktsson á
Staðarfelli ritaði eftir Magnúsi árið 1833. Dr. Hannes
Þorsteinsson, er sá um seinni útgáfu Bernódusarrímna
leiðrétti nokkur ártöl og fleira í ævisöguágripinu. Hann
birti líka skrá um rímur Magnúsar ásamt- sýnishornum
af upphafi hverrar rímu. Alls mun Magnús hafa orkt
rúmlega 20 rímnaflokka. Er þá ekki talin hraknings-
ríma hans, sem víða hefur borist í afritum.
Af rímum Magnúsar eru til tvö ágæt söfn, hvort um
sig í þremur bindum, bæði skrifuð af honum sjálfum,
líklega á árunum 1830—1840. Eru þau bæði í Lands-
bókasafni. Er annað safnið Lbs. 368—370 4to komið úr
dánarbúi Brynjólfs Benediktssens í Flatey (d. 1870) og
hefur áður verið í eigu Boga á Staðarfelli, föður hans,
en hitt safnið, Lbs. 753—755 4to er komið úr dánarbúi
Arna umboðsmanns Thorlacíuss í Stykkishólmi (d.
1891).
Auk rímnaflokkanna orkti Magnús nokkur ljóðabréf
og lausavísur. Sjálfsagt er margt af því glatað, einstaka
vísa hefur varðveist í gömlum vísnasöfnum og nokkrar
tækifærisvísur hafa til skamms tíma varðveist í minni
eldra fólks í Dölum. Sýnir það betur en nokkuð annað
hversu Magnúsi léku orð á tungu, þar sem svo margt
yngra efni í bundnu máli hefur nú glatast með öllu.
Hér á eftir verður nú birt það helsta, sem fundist
hefur af tækifæriskveðskap Magnúsar.
Þegar Magnús bjó á Laugum þjónaði sr. Jón Gíslason
Hvammssóknum. Raunar kynntust þeir sr. Jón og
Magnús fyrst, þegar sá síðarnefndi bjó á Fjósum. Þá