Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 151
BREIÐFIRÐINGUR
149
Lýkur þá hér að segja frá viðskiftum þeirra sr. Jóns
og Magnúsar, en víst er um það að lengi mun þáttur
Magnúsar uppi vera. Annars er þess að geta, að Jón
Gíslason, prófastur í Hvammi var rómaður búforkur.
Forgöngumaður í garðyrkju og öðrum framkvæmdum,
sem fáir ræktu á þeim tíma.
Árið 1812 rak mikinn fjölda marsvína á land á ui>
anverðu Snæfellsnesi, m.a. við Harðakamp fyrir utan
Ólafsvík. Fóru þá margir til hvalkaupa innan úr Dölum,
þ. á m. Magnús, ásamt fleirum úr Hvammssveit. Lenti
Magnús í sjóhrakningum miklum á heimleiðinni. Þegar
heim kom orkti hann hrakningsrímu sína, sem áður er
getið. Hún er alls 117 erindi. Þar í er þessi vísa:
Átján hundruð þegar þjóð
þrjú og níu skráði,
barst að grundu blessan góð,
blíðu guðs að ráði.
Bát þeirra félaga hrakti víða um Breiðafjarðaeyjar,
m. a. Oddbjarnarsker. Um móttökur Jóns Eggertssonar
frá Hergilsey, sem þá dvaldi við róðra þar ytra, kvað
Magnús:
Hrakta drengi kappinn kær
kvaddi orðum fínum,
betur enginn faðir fær
fagnað börnum sínum.
Magnús gekk eitt sinn fyrir eldhúsdyrnar á heimili
sínu og leit þar inn. Voru stúlkur þar við sláturssuðu.
Honum fannst þær vera margar og ganga vel að verki.
Varð þetta efni í langa þulu, en því miður hefur aðeins
þetta brot varðveist:
Ein fyrir iðrin þræðir,
önnur í halda má,