Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 153
BREIÐFIRÐINGUR
151
Magnús Jónsson, mettur sorgum deyði,
moldu hulinn, byggir þetta leiði.
Hans er andi, lífs á landi,
laus frá grandi.
Það hann lengi þreyði.
Hér verður að láta staðar numið með sýnishorn af
skáldskap Lauga-Magnúsar. — Stundum er sagt, þá rætt
er um ættir fólks, að eplið falli ekki langt frá eikinni.
Mun það geta átt við um ýmsa afkomendur Magnúsar
að því er snertir hagmælsku hans og málsnilld. Eins og
fram kemur hér á eftir átti Magnús dóttur þá, er Þór-
unn hét. Hún var eitt sinn að viðra öskjur úti við á
Laugum. Mun heimiliskötturinn hafa verið þar nærri
staddur. Varð þá til þessi staka hjá Þórunni, og sýnir
hún vel að dóttirin gaf föðurnum í engu eftir með
orðfimi og hagmælsku:
Askjan nett var áðan sett
út á klett við bæjarstétt,
— stóð upprétt með brúnan blett
bölvuð kettan, horfði grett.
(E. Kr. tók saman)
Niðjatal — fyrri hluti
Lauga-Magnús Jónsson var tvígiftur. Fyrri kona hans
var Sigríður Jónsdóttir, f. 1762, d. 8. júlí 1825, Hall-
dórssonar í Ytra-Skógskoti í Miðdölum, Helgasonar frá
Stóra-Skógi. Móðir Sigríðar var Sigríður Hjörleifsdóttir
frá Hörðubóli, Magnússonar.
Þau Sigríður og Magnús giftust 2. júlí 1788. Þeim
varð 12 barna auðið. Af þeim komust þessi 7 til fullorð-
insára:
1. Þórunn á Hornsstöðum o.v.