Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 173
BREIÐFIRÐINGUR
171
Leiðréttingar við Breiðfirðing 1981:
1. í niðjatali Katrínar Jónsdóttur og Ólafs Brandssonar
á bls. 12 er föðurnafn Jóhanns hreppstjóra á Hlíð-
arenda sagt rangt undir mynd, hann var Jensson.
2. Fæðingardagur Ólafs Jóhannssonar á Skarfsstöðum
á bls. 14 á að vera 5. sept.
3. A bls. 15 við nafnið Ingdór á að standa: F. 16. maí
1912, d. 16. júní 1912. "
Leiðréttingar við Breiðfirðing 1982:
1. I grein Elínborgar Agústsdóttur, á bls. 141 á að
standa Kvíabryggja í Eyrarsveit en ekki Staðarsveit.
2. Á bls. 16 þar sem Kristín Níelsdóttir ritar um Hösk-
uldseyinga, segir, að Sigríður Bjarnadóttir hafi verið
uppalin í Sellátri — á að vera í Höskuldsey.
í sömu grein á bls. 21, þar sem ræðir um útróðra
frá Höskuldsey, segir, að síðasti formaður, sem hafði
verstöð þar hafi verið Ágúst Pálsson, þar hefur fallið
niður orðið skipstjóri.
3. í grein Ástvaldar Magnússonar um Leikbræður hafa
ruglast textar undir myndum á bls. 103 og 105, á
fyrri myndinni er Breiðfirðingakórinn með söngæf-
ingu á Bröttubrekku en hinni síðari er kórinn í
Þorskafirði.
4. Loks er svo þess að geta, sem valdið hefur miklum
leiðindum, að mörg blöð og heilar opnur eru auðar
í þessu hefti. Eru kaupendur og aðrir lesendur
beðnir sérstakrar velvirðingar á þessum óskiljanlegu
mistökum af hálfu prentsmiðjunnar, sem sá um
vinnslu ritsins í fyrravor. (Nú er verkið unnið í
Prentsmiðjunni Eddu.)