Stjarnan - 01.03.1919, Blaðsíða 2
►■(>■—>-o o-mim-o-m^-rn^m- »■<)•—-o-^»-(n
pegar vér sendum út þetta fyrsta
tölublað hyggjum vér að það sé rétt
að segja fáein orð um tilgang þessa
tímarits. Mörg góð tímarit og blöð
eru gefin xit á íslenzku ,sum eru vísinda-
lcg'; efnis, önnur fjalla um trúarbrögð
eða pólitík. Vér erum ekki í sam-
keppni við nein þeirra. petta tímarit
er ckki gefið út til að græða fé, heldur
ekki til að styrkja neinn pólitískan
flokk eða þjóðfélagshreyfingu. Vér
leggjum áherzlu á að kunngjöra liinn
eilífa rannleika Guðs eins og hann er
opinberaður í meginreglum kristin-
dómrins og hins sanna safnaðar. Vér
berum spádóma ritningarinnar saman
við frása'gnir mannkynssögunnar og
lofum kærleika og fegurð hinnar dag-
legu og persónulegu trúar. Vér trú-
um að vér nálgumst endir þessa tíma-
bils. Ilvaða dag eða ár dómurinn mun
verða uppkveðinn vita engir, en rás
viðburðanna gefir til kynna að vér
nálgumst hið hæsta stig í mannkyns-
sögunni. Ef það sé rétt, þá er það
einnig vilji Drottins að þessi sannleik-
ur verður kunngjörður um allan heim.
Á liðnum öldum hefir Guð sent heinr
inum boðskap, sem átti sérstaklega við
þann tíma þegar hann var kunngjörð-
ur. Nói aðvaraði heiminn á undan
flóðinu. Jóhannes skírari var sendur
af Guði til að búa Gyðinga undir komu
hins fyrirheitna Messías. Spámaður-
inn Jónas var skipaður af Drottni til
að kunngjöra hinum óguðlegu innbú-
um Niniveborgar viðvörun Guðs. Á
sama hátt erum vér sannfærðir um að
Guð hefir náðarboðskap til þessarar
seinustu kynslóðar. pessi boðskapur
verður að vera fagnaðarboðskapur.
Jóhannes postuli sá “engil fljúga um
miðhimininn, og hélt hann á eilífum
fagnaðarboðskap til að boða þeim sem
á jörðunni búa, og sérhverri þjóð og
kynkvísl og tungu og lýð.” Og boð-
skapur hans var “að komin er stund
dóms hans” (Guðs). Opinb. 14: 6, 7.
Vér trúum að þessi boðskapur á við
þennan tíma. Vér trúum allri biblí-
unni, bæði gamla og nýja testamentinu.
Hið nýja skýrir hið gamla. Vér skoð-
um lögmál Drottins, tíu boðorðin, sem
mælikyarða og fyrirmynd lífernis og
breytni. Vér trúum á Jesúm Krist,
son hins eilífa Guðs, frelsara frá synd.
pó að vér í þessu tímariti munum
ekki skifta oss af pólitík, ætlum vér að
leggja mikla áherzlu á bindindi og
kristilega mentun, drykkjuskapurinn
hefir verið bölvun vors lands. Van-
þekking og vantrú eru orsök margs ills.
Guð hefir gefið oss heila og skynsemi
til þess að vér getum skynjað hans
vilja. Sannleikur heilagrar ritningar
er ljós mannsins.
L. H. Christian.
►<n