Stjarnan - 01.03.1919, Qupperneq 3
Draumurinn um veraldarríkið
pegar sonur Guðs var hér á jörðunni
fyrir hér um bil 2,000 árum, voru
margir, sem væntu þess, að hann stofn-
setti sitt ríki og drotnaði yfir þeim sem
konungur. peir urðu fyrir vonbrigð-
um, því að hann vildi aðeins drotna í
hjörtum mannanna. Af því að hann
ekki tók þátt í veraldlegum stjórnmál-
um og stjórnaði Gyðingunum sem kon-
ungur og gjörði þá að mikilli þjóð, voru
þeir margir, sem kunnu illa við hann.
Hann minti þá stöðuglega á að ríki hans
var ekki af þessum heimi. Við eitt
tækifæri sagði hann þeim skýrum orð-
um, að hann ætlaði til baka til föður
síns: “Bg fer burt,” sagði hann, “til
að tilbúa yður stað, og þegar ég er burt
farinn, og hefi tilbúið yður stað, þá
mun ég koma aftur og taka yður til
mín, svo að þér séuð þar sem ég er.”
Dærisveinarnir spurðu hann að ]?ví
hvort hægt væri að vita hvenær hann
mundi koma aftur. Hann kunngjörði
þeim margt þessum atburði viðvíkjandi.
Hann sagði þeim ýms teikn, serri mundu
koma fram undan endurkomu hans, og
að fagnaðarerindið um hans ríki mundi
boðað verða um allan heim til vitnis-
burðar fyrir öllum þjóðum, og þá, en
ekki fyr, mundi endinnn koma, og
liann koma aftur. Matt. 24: 14.
Vér ættum að gefa gaum að þessum
orðum, því að þau eru Jesú orð. End-
urkoma hans verður takmark allrar
syndar. pá mun öll sorg vera á enda.
pá mun ekkert stríð eiga sér stað fram-
ar. Hatur, ósamlyndi, veikindi og
dauðinn munu ekki framar til vera. Á-
standið eins og það er í heiminum í
dag, mun þá taka enda. Hið mikla
friðarríki verður þá stofnsett.
Stjórnmálamenn eru áhyggjufyllri
yfir ástandinu í heiminum, en hægt er
að lýsa í orðum. En í Krists ríki mun
engin áhyggja vera og heldur engin
skapraun né plága.
pað eru forréttindi vor að vita dálít-
ið um þetta ríki. Guð vill að vér skilj-
um. Mér er það óskiljanlegast af öllu,
að biblían, sem er svo skýr, skyldi vera
misskilin.
pað kemur ekki Guði á óvart.
Miklir og ógurlegir viðburðir eiga
sér stað í heiminum á þessum tímum;
en þetta kemur ekki Guði á óvart.
JRáðagjörðir hans eru nákvæmlega
framkvæmdar. Frá hásæti sínu stjórn-
ar hann öllum himinhnöttum. peir
hreyfa sig allir á réttum tíma. Gegnurn