Stjarnan - 01.03.1919, Page 9
STJARNAN.
9
T.
f
•?
Hvorn þessara tveggja viljið
þér fyrir föðisr
?
SPURNINGAR TIL pEIRRA SEM
HALDA AÐ MENNIRNIR SÉU
KOMNIR FRA ÖPUM.
Var aldingarðurinn heimili vorra
fyrstu foreldra eða var dýragarðurinn ?
Var Cluð eða apinn hinn fyrsti faðir
mannkynsins? pessar spurningar
mundu vera þýðingarlausar, væri það
ekki að margir af hinum svokölluðu
lærðu mönnum trúa fastlega á þróunar-
kenninguna.
Aðrir geta haldið því fram, ef þeir
óska þess, að apinn, en ekki Adam sé
forfaðir þeirra; en persónulega neita ég
að prýða þá ætt. Biblían segir skýr-
um orðum um Evu, að hún sé “móðir
allra, sem lifa, ” þess vegna hlýtur
Adam að vera faðirinn. Vér ætlum
að standa á þeim fasta grundvelli að
forfeður vorir voru virkilegar mann-
legar verur frá sköpun heimsins.
peir, sem fylgja þróunarkenningunni
halda því fram að apinn ,sé að minsta
kosti einni miljón ára eldri en maður-
inn. Samkvæmt þess konar skynsem-
isályktun, ætti þess vegna apinn að vera
kominn á hærra stig en maðurinn; en
hann er api enn og mun ætíð verða.
Munu menn verða innilokaðir í búr?
Hvað mun verða um þess konar
menn, sem nú lifa á jörðinni eftir mil-
jón áraf Munu hinir miklu framtíðar
menn setja verur sem oss í búr og gefa
þeim alskonar sælgæti og hnetur eins
og vér gefum öpunum núna? Hvers
vegna ekki ef þessi getgáta sé rétt?
Hversvegna hafa vísindamennirnir í
allri þeirra vizku ekki verið færir um
að sýna oss “hinn týnda hlekk?” þeir
hefðu átt að útskýra fyrir oss hvernig
apinn varð fyrst siðferðislega ábyrgð-
arfull vera og öðlaðist “ódauðlega
sál.” Hvernig leit hann út í augum
bræðra sinna, sem ekki voru svo hepnir
sem hann ? Voru þeir ekki afbryðis-
samir, eða litu þeir á hann, sem veru, cr
hafði fallið frá sinni liáu stöðu? pað
getur vel skeð að þegar þeir reyndu að
“apa” eftir honum að þeir einnig yrðu
rnenn. S.amt sem áður ef einn api varð
maður, livers vegna- urðu ekki allir apar
menn ?
Heilög ritning segir: “1 upphafi
skapaði Guð himin og jörð.” Hvernig
getur nökkur maður gengið lengra til
baka en til þessa upphafs. Biblían
segir einnig, að “Guð skapaði mannin
eftir sinni mynd. ” Eru þeir, sem segj-
ast. vera komnir frá öpum fúsir til að
yiðurkenna að þeir séu líkir honum
pabba sínum?
Lifði Adam aðeins einn dag?
Sumir revna að teija oss trú um að
dagarnir, sem nefndir eru í fyrsta kapi-
tulanum í fyrstu Mósebók, séu miljónir
ára. pá hefir Adam aðeins verið lítið
sveinbarn, sem ekki varð dags gamalt;