Stjarnan - 01.03.1919, Qupperneq 13
STJARNAN.
13
“Eg endurtek, herra dómari, að eg
er ekki sá eini, sem sekur er um morð
konu minnar. Dómarinn á sæti sínu,
dómnefndin, lögfræðingarnir, sem sitja
innan þessara grinda, flestir vottanna,
og þar á meðal presturinn, frá hinni
gömlu kirkju, eru einnig sekir frammi
fyrir almáttugum Guði, og verða þeir
allir að mæta ásamt mér frammi fyrir
hans dómstóli og þar munum vér allir
verða dæmdir með réttvísi.
“ tíeföi það ekki verið fyrir vínsölu-
liúsunum í þessum bæ, hefði eg aldrei
orðið drykkjumaður; konan mín hefði
ekki verið myrt; eg myndi ekki hafa
verið hérna núna, á þröskuldi dauðans,
sem þeir innan skamms munu fleygja
mér yfir og inn í eilífðina. Hefði það
ekki verið fyrir þessum mannagildrum
myndi eg hafa verið bindindissamur
maður, iðjusamur verkamaður, brjóst-
góður faðir og ástríkur heimilis maður.
En í dag er heimili mitt eyðilagt, konan
mín myrt, og Guð blessi litlu börnin
mín, sem nú er fleygt út á náð þessa
lieims, meðan eg verð hengdur af hin-
um sterka armleggi yfirvaldanna.
"Guð veit að eg reyndi að breyta
betur, en eins lengi og hið opna vínsölu-
hús var á vegi mínum, var ekki minn
veiklaði viljakraftur nógu.sterkur til
að veita hinni óttalegu, eyðandi og
brennadi lyst eftir víni neina mótstöðu.
"Eitt ár var þessi bær án vínsölu-
luisa. Eitt ár var eg bindindissamur
maður. Eitt ár voru konan mín og
börnin hamingjusöm og heimil'i okkar
sem Paradís.
"Eg var einn þeirra, sem voru með
til að undirskrifa mótmælin móti því
að vínsöluhúsin yrðu opnuð á ný.
Helmingurinn af þessari dómnefnd,
hinn sakaráberandi málaflutningsmað-
ur og dómarinn, sem situr í s'æti sínu,
greiddu allir atkvæði með því að end-
uropna vínsöluhúsin og þau hafa gjörfe
mig þann mann, sem eg nú er. ’ ’
Hin ástríðufullu orð fangans féllu
sem logandi eldur í hjörtu þeirra, sem
viðstaddir voru og margir áheyrend-
anna og jafnvel lögfræðingarnir gátu
ekki tára bundist. Dómarinn hreyfði
sig eins og hann ætlaði að banna fang-
anum að tala lengur, en þessi flýtti sér
að segja:
"Nei! nei! Loka þú ekki vörumi
mínum enn; eg er bráðum búinn.
‘‘Eg byrjaði að fara ofan brekku í
vínsöluhúsunum, sem voru löghelguS«
og vernduð af kjósendum þessa bæjar..
Og eftir að vínsöluhúsin, er þér leyfð-
uð, hafa gjört mig að drykkjumanni og
morðingja, er eg dreginn fyrir dóm
rétt.vísinnar, og nú ætlar lögvaldið að
leiða mig til aftökustaðarins og senda
sál mína inn í eilífðina. þar mun eg
mæta frammi fyrir öðrum dómara, fyr-
ir hinum réttláta Guði. Og þar mun-
uð þér, sem hafið löghelgað vínverzl-
unina, einnig rnæta með mér. Haldið«
þér að hinn mikli dómari muni dæma
mig einn—liina aumu, veikluðu,' ósjálf-
bjarga bráð verzlunar yðar—sekan um
morð konu minnar. Nei, eg í mínu
drukkna, vitskerta, ábyrgðarlausa
ástandi hefi myrt eina manneskju; en
þér hafið af ásettu ráði greitt atkvæði
með vínsöluhúsunum, sem hafa myrt
þúsundir. J)ér vitið allir að eg tala
ekki óráð, heldur heilagan sannleika.
‘ ‘ pér löghelguðuð vínsöluhúsin og
gjörðuð mig að drykkjumanni og morð-
ingja, og þér eruð meðsekir frammi fyr-
ir Grrði almáttugum og mönnum um
morð konu minnar.
‘ ‘Herra dómari, eg er búinn. Nú er
eg reiðubúinn til að hlusta á að dauða-
dómur minn verði uppkveðinn yfir mér
og að verða leiddur til aftÖkustaðarins.
pér endið með að biðja Guð að vera