Stjarnan - 01.03.1919, Síða 20
20
STJARNAN.
I HÁSKA Á SJÓ OG LANDI
(Eftirfylgjandi grein er rituð af séra
D. C. Babeock, sem hefir verið trúboði
í Vestur Afriku. Með því að lesa
þessa grein getur maður fengið glögga
hugmynd um það sem fór fram á far-
þegja skipum, sem pjóðverjar sökktu.
—Ritstj.)
“Sökum bilaðrar lieilsu ákváðum vér
í september mánuðu, .1917, að yfirgefa
mið Afriku og fara til landsins Oshogbo,
þar sem er járnbrautarstöð, og’ hvar vér
væntum að finna sendingu af nauð-
synjavörum frá Ameríltu. Eftir
tveggja daga ferð gegnum óbygðir
komum vér þangað. par héldum vér
kyrru fyrir í þrjár vikur. En mér
skánaði ekki, svo vér ákváðum að
leggja af stað til Lagos (hafnarbæjar á
Nigeríu ströndinni), til þess að leita
læknis þar.
pegar vér komum þangað fór ég
strax til Dr. Grey, sem stendiir fyrir
spítalanum. Hann skoðaði blóð mitt
og faiin að eg hafði ekki ei.nungis
Brights veikina, eins og eg sjálfur
hafði hugsað, heldur og veikindamerki
hinnar óttalegu svefnsótt, sem oft og'
tíðum geysar meðal svertingjanna.
Hann sagði mér að ef eg vildi ná heils-
unni aftur yrði eg tafarlaust að fara til
Lundúnaborgar og leggjast inn á
sjúkrahæli, þar sem þeir lækna alskonar
sóttir, sem hvítir menn taka í heitu
löndunum. Svefnveikin færist mann
frá manni af Tsetse-flugunni, eins og
loftslags- og gulaveikin drefist út af
mýflugum.
* Mér var hjúkrað á spítalanum þang-
að til að gufuskipið “Apapa” sigldi til
Englands. Eftir sjö daga siglingu
komum vér inn á höfnina Sierra Leone.
par urðum vér að bíða fimm daga eftir
lierskipafylgd frá Suður Afriku. 14.
nóvember kom herskipið, sem átti áð
fylgja tíu skipum yfir hafið án þess að
vita hvaða örlög mundu rnæta þeim.
Hraði skipanna mátti ekki vera meiri
en tíu mílur á vökunni til þess að her-
skipið gæti haft tækifæri til ýmist að
sigla til hægri og vinstri handar og
leita að neðansjávarbátum. Á nótt-
unni sigldum vér ljósalaust til þess að
ekkert óvinaskip yrði vart við oss.
pegar vér morgunin 26. nóvember
komum upp á þilfarið, sáurn vér mörg
bresk herskip kringum oss. Sum voru
í tveggja til þiúggja rnílná fjarlægð til
þess að engin kafbátur gæti nálgast oss.
Næsta dag skiftust skipin í tvo hópa,
því sum ætluðu til Liverpool og sum til
Plymouth.
Skipinu Sökkt.
priðjudaginn, 27. nóvember, fói 'im
vér öll' að hátta í þeirri von að vér