Stjarnan - 01.03.1919, Side 22

Stjarnan - 01.03.1919, Side 22
22 STJARNAN. gjör'ði þakkargjörð sína, sátu öll sem í bátnum voru, kyrr og hlustuðu á. Yér voruni ekki farin langt fyr en vér hittum rekalcl og lílv. 77 manns fórust. Vér heyrðum neyðaróp: “Hjálp!” “Hjálp!” Vér björguð- um eins mörgum og vér gátum. Bátur- inn var orðinn troðfullur þegar vér höfðum tekið upp alla, sem kölluðu um hjálp. í þrjá klukkutíma vc'um vér á reki í óveðrinu ljósalaus. Farþegi nokkur hafði svolítin rafmagnslampa, en hann var oss til engrar hjálpar. Vér sáum stórt vöruflutningsskip, sem stefndi í þá átt, sem vér vorum, en bát- ur vor var svo lítill að það tók aldrei eftir honum. Vér kölluðum öil í einu en alt var árangurslaust. BjargaS af Varðskipi. Alt, sem vér /vissuni, var að vér vor- um einhverstaðar í Irlandshafi skamt frá Holyhead á Waies ctröndinni. Við og við sáum vér ljós leiftra, en vér viss- um ekki hvaðan þau komu. Vér héld- uni áfrani að kalla á hjálp og gjörði það mikið til. að halda huganum uppi. og halda sér heitum. Skömmu fyrir kl. 7, rétt áður en birti af degi, sáum vér ijós, sem stefndi á oss. pað var eitt af varðskipum stjórnarinnar frá Holy- head, sem kom á vettvanginn eftir að hafa fengið loftskeyti, sem sent var áður en skipið sökk. pað var enginn hægðárleikur í þess- um ósjó að taka oss um borð í varð- skipið. Fjórir hraustir hásetar fleygðu oss á fremur ruddalegan. hátt upp á þilfar skipsins, en vér þoldum það öll með gleði við hugsunina um að vér vorum frelsaðir frá dauðanum. Kl. 10 f. h. komum vér til Holyhead sem snöggldæddir skipsbrotsmenn. Fæstir höfðu fengið hatta, skó og sokka. Sumir voru að eins í nátt- skyrtum sínum. Voru þeir illa til fara og mjög kaldir. Eimskipa- félagið gjörði alt, sem það mögulega gat fyrir oss. Vér vorum strax tekin inn á gistihús, þar sem vér borðuðum morgunverð. Margar konur bæjarins komu með föt handa oss. Aldrei hafði eg séð annað eins. pað gaf oss nýjan kraft. prátt fyrir þær kvalir, sem vér þoldum eftir þessa meðferð var þessi meðaumkvun eitthvert hið bezta lækn- ismeðal. petta var söguríkur dagur. Vér höfðum verið vottar að frelsun Guðs þegar öll mannleg hjálp virtist vera horfin. Aldrei höfðu fyrirheiti Guðs verið dýrmætari en einmitt þá. Vér vissum að Giið hafði sent sína engla til að varðveita oss á öllum vorum vegum. A7ér hugsuðum um skipbrot Páls post- ida og þær þrautir, sem mörg Guðs börn höfðu þolað við ýms tækifæri! Vér skiljum ekki ætíð handleiðslu Guðs. en vér vitum að þeim sem Guð elska verður alt til góðs þegar þeir ganga á hans vegum. Kl. 4 e. h. fórum vér frá Holyliead. Eimskipafélagið útvegaði osjs gistihús fyrir nóttina. Fimtudags morguninn urðurn vér samkvæmt skipun stjórnar- innar að skrásetjast og fá ferðabréf. Að því búnu lögðum vér af stað til Watford, Herts, þar sem skrifstofa breska sambandsins er. par mættum vér mörgum trúbræðrum, sem vér höfð- um kynst íyrir mörgum árum. prátt fyrir það að vér höfðum tapað öllu því sem vér áttum í þesstím heimi, nema því, sem vér vo.rum í, höfðum vér til- finningu um að vera komin í vinahóp og vorum eins og heima. Vér gátum ekki tára bundist, svo mikill var fögn- uðuriun og þakklætið til Guðs. pað er rnikið að getá viðurkent Guð, sem þann er getur bjargað í neyðinni. Jarð-

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.