Skírnir - 01.09.2011, Blaðsíða 36
266
SVANXJR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
mennra funda kjósenda fer einkar vel saman við hugmyndir um
beint lýðræði. Á hinn bóginn rímar frumkvæðisréttur sýslunefnda
vel við kenningu fulltrúalýðræðis um mikilvægi fulltrúastofnana.
Og hið endanlega vald amtmannsins byggist á kenningum um hinn
upplýsta einvald og hlutlæga embættismenn hans“ (Svanur Krist-
jánsson 2006a: 57-60, hér 60). I kjölfar þessarar lagasetningar komu
fram á Alþingi mörg lög sem sóru sig í átt við beint lýðræði. Hug-
myndin að baki þeim var sú að einstaklingar hefðu frelsi til athafna
en jafnframt væri gætt að almannahag. Lög ættu að endurspegla
þarfir hvers samfélags; fólkið þekkti best sínar þarfir og líklegast
væri að þau lög væru virt sem fólkið sjálft ákvæði að búa við. I land-
inu varð til hefð heimalýðræðis.7
Á næstu áratugum voru á grundvelli laganna frá 1877 settar
margvíslegar fiskveiðisamþykktir í öllum landshlutum. Efni þeirra
var fjölbreytt. Sumar samþykktir náðu yfir bann á notkun ákveðinna
veiðarfæra (lóðir, net) á tilteknum svæðum. I öðrum var mælt fyrir
um róðrartíma, hvenær árs mætti róa til fiskjar, á hvaða tíma mætti
hefja róður og hversu lengi hver veiðiferð skyldi að hámarki standa.
I enn öðrum samþykktum var bátum frá sumum verstöðvum við
Isafjarðardjúp bannað að nota tiltekna beitu (kúffisk).8
7 Um þessa þróun heimalýðræðis, sjá Svan Kristjánsson 2006a, 2006b.
8 I stórvirki Lúðvíks Kristjánssonar Islenskir sjávarhœttir er á nokkrum stöðum
fjallað um fiskveiðisamþykktir, sbr. Lúðvík Kristjánsson 1983: 429—431 („Andúð
á lóð“), 440-441 (deilur um þorskanetsveiðar við Faxaflóa), 1985: 68 („Kúfisk-
beitubann við ísafjarðardjúp"). Hér er byggt á umfjöllun Lúðvíks um þessi efni
og grein Kristjáns Jónssonar (1963) um árabátaútveginn við Isafjarðardjúp. Laga-
grunnur fiskveiðisamþykktanna var upphaflega „Lög nr. 28,14. des. 1877, um
ýmisleg atriði er snerta fiskiveiðar á opnum skipum“ (Stjórnarráðstíðindi 1877:
118-123). Þau lög voru endurskoðuð nokkrum sinnum, sbr. t.d. „Lög um fiski-
veiðasamþykktir og lendingasjóði nr. 86,14. nóvember 1917“ (Stjórnartíðindifyrir
ísland A1917:148-150). Fiskveiðisamþykktir voru birtar í Stjómartíðindum fyrirls-
land B-hluta. Á fyrstu áratugum 20. aldar fjölluðu margar þeirra um róðrartíma í
Vestmannaeyjum og í útgerðarstöðum við Faxaflóa. „Lög um róðrartíma fiski-
báta“ voru sett 12. janúar 1945 (sbr. Stjórnartíðindi 1945 A, 1: 1). Lögin veittu
ríkistjórninni heimild til að ákveða með reglugerð brottfarartíma allra fiskibáta
við Faxaflóa og að hafa eftirlitsskip með veiðum þar. Reglugerðin var gefin út af
atvinnumálaráðherra 7. janúar 1946, (sbr. Stjórnartíðindi B 1946: 8-10). Þar með
var tími staðbundinna fiskveiðisamþykkta endanlega liðinn undir lok.