Skírnir - 01.09.2011, Blaðsíða 56
286
SVANUR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
lengi vel að bættum þjóðarhag og virku fullveldi landsins: Islend-
ingar voru að taka til sín stjórn eigin atvinnuvega.
Á tímabilinu eftir fyrri heimsstyrjöldina varð til í landinu nýtt
stjórnmálakerfi. Hvað formið varðar virtist vera um mikla ný-
sköpun að ræða. Þannig hurfu allir fyrri stjórnmálaflokkar í land-
inu en nýir urðu til. í stað virks valds hins danska konungs og
danskrar stjórnsýslu kom innlent ríkisvald byggt á grundvallar-
reglum þingstjórnarinnar um þjóðþingið og ábyrga stjórnmála-
flokka sem handhafa lýðræðislegs miðstjórnarvalds. I reynd varð
til mjög spillt stjórnmálakerfi. Stjórnmálaflokkarnir urðu ekki vett-
vangur stefnumótunar í helstu málefnum þjóðfélagsins heldur fyrst
og síðast fyrirgreiðsluflokkar sem litu sumir á hlutdeild sína í ríkis-
valdinu sem herfang til að fllna eigin hagsmunum. Alþingi varð
ekki eiginlegt löggjafarþing þjóðarinnar heldur greiddi það götu
einstakra kjördæma og sérhagsmuna af ýmsu tagi, einkum í land-
búnaði og sjávarútvegi. Ekki voru t.d. gerðar nauðsynlegar ráðstaf-
anir til að koma í veg fyrir þingspillingu: Einstökum þingmönnum
var ekki bannað að sinna þröngum kjördæmahagsmunum né urðu
þingmenn að hætta þingmennsku tækju þeir við launuðu starfi hjá
hinu opinbera.16 í stað lýðræðisþróunar í landinu um og eftir alda-
16 Hér er fylgt greiningu Hallgríms Hallgrímssonar (1888-1945) sagnfræðings á því
hvernig óheft miðstjórnarvald þingstjórnar leiðir óhjákvæmilega til stjórnmála-
spillingar, sbr. Svan Kristjánsson 2007: einkum 110-117,121-126. Að mati Hall-
gríms hafði í Bretlandi verið gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir
fámennisvald og víðtæka stjórnmálaspillingu en ekki á Islandi: „Hallgrímur taldi
að í skjóli þingstjórnarinnar hefði sprottið upp fámennisvald flokkseigenda og
blaðaeigenda og mjög verið þrengt að fullveldisrétti kjósenda. Það væri því mikil-
vægt mál að tryggja rétt kjósenda gagnvart þingunum og öðrum pólitískum vald-
höfum“ (Svanur Kristjánsson 2007: 112). Brýnt var, skrifaði Hallgrímur, að efla
mjög beint lýðræði á Islandi og nefndi þar sérstaklega ráðleggingar stjórn-
málafræðinga „Ameríkumanna“ um að efna til almennra atkvæðagreiðslna, bæði
til að leiðrétta „verknaðarsyndir" löggjafarþingsins (fella úr gildi lög sem væru
andstæð vilja fólksins) og „vanrækslusyndir“ þess (koma á dagskrá þingsins
málum sem það hafði ekki sinnt): „Þessar tillögur miða allar í þá átt, að veikja fá-
mennisstjórnina, sem nú ríkir hér á landi, og leggja völdin meir í hendur þjóðinni
sjálfri. Ef þær komast í framkvæmd, má fyrst með sanni segja, að vér íslendingar
séum frjáls þjóð í frjálsu landi“ (Hallgrímur Hallgrímsson 1928: 53).
Athyglisvert er að frumvarp og skýringar að nýrri stjórnarskrá fyrir ísland,
sem Stjórnlagaráð samþykkti nýlega með 25 einróma atkvæðum, er mjög í sama