Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.09.2011, Blaðsíða 168

Skírnir - 01.09.2011, Blaðsíða 168
398 STEFÁN SNÆVARR SKÍRNIR segir hann að Ávarpið lýsi nútímanum jafnvel betur en samfélagi nítjándu aldar (Páll Björnsson 2008: 55). Um það má deila. Inngangur Sverris var ritaður fyrir rúmum sextíu árum og ber þess merki. Hann er skrifaður á tærri, sígildri íslensku en ekki ofreynir höfundur sig á því að geta heimilda, „heimildarleysa" var algeng á þessum árum. Sverrir rekur hugmyndasögu sósíalismans nokkuð langt aftur í aldir og gerir náttúrlega kenningum Marx og Engels vegleg skil. Til þess er takandi að Sverrir (2008: 67-70) skuli kenna Jesú við sósíalisma og byltingarróttækni. Var það herbragð, tilraun til að „selja“ trúuðum Islendingum marxisma? Eða átti róttækni Sverris sér trúarlegar rætur? Margir hafa kennt marxismann við trúarbrögð og talið ofstæki kommúnista stofnskylt trúarofstæki. Til dæmis rekur Leszek Kolakowski (2005: 73 og víðar) marxismann til trúar- legrar heimsslitahyggju (e. eschatology) og segir að stefnan sé í eðli sínu slík hyggja.1 Ekki hyggst ég dæma um það heldur beina sjónum mínum að því sem þeir Marx og Engels segja um hnattvæðinguna í Avarpinu. Setn- ingarbútur úr enskri þýðingu Avarpsins er orðinn að klisju, „ All that is solid melts into air“. Hnattvæðing í boði borgarastéttarinnar leiði til þess að hefðir gufa upp, allt breytist stöðugt með ógnarhraða. Svona þýðir Sverrir setningarbútinn: „öll verandi gengur fyrir ætt- ernisstapa" (Marx og Engels 2008: 180). Á þýska frummálinu segir: „Alles Stándische und Stehende verdampft..." (Marx 1969: 51). Engu er líkara en að sagnarandi hafi komið yfir þá Marx og Engels, menn þurfa ekki annað en að líta í kringum sig til að sjá að þeir lýsa þeim veruleika sem sumir kenna við „póst-módernitet“. Þeir voru líka spávísir um fleira, t.d. sáu þeir fyrir þann möguleika að róttækir byltingarsinnar myndu fyrst fagna sigri í hinu vanþró- aða Rússlandi (Marx og Engels 2008: 169). En þetta kann að hafa verið spásögn sem rættist af sjálfri sér, ætla má að rússneskir bylt- ingarmenn hafi gjörþekkt skrif þeirra félaga um Rússland. 1 Nefna má að heimspekingurinn John Gray (2007: 86-87) telur frjálshyggjuna vera sömu ættar, t.d. hafi Adam Smith talið að hin ósýnilega hönd væri guðlegrar ættar. Sporgenglar hans á 19. öldinni hafi sagt að lög sem heimiluðu frjálsa heimsverslun væru alþjóðalög Guðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.