Skírnir - 01.09.2011, Blaðsíða 57
SKÍRNIR VARÐ ÞJÓÐÞINGIÐ AÐ ÞJÓFÞINGI? 287
mótin 1900 kom snemma á 20. öld fram valdakerfi íslenskra karla,
sannkallað feðraveldi, byggt á harðvítugri valdabaráttu karla, sér-
hagsmunum og fyrirgreiðslu.17
Lengst af 20. öldinni voru afskipti íslenskra stjórnmálamanna af
fiskveiðum og sjávarútvegi yfirleitt fyrst og síðast fólgin í að berjast
fyrir útfærslu landhelginnar og að Islendingar einir nýttu fiski-
stofnana við landið. Veiðarnar voru óheftar og ekki bundnar
neinum leyfum. Atvinnugreinin sjálf stýrði eigin málum með til-
styrk hins opinbera. Þegar fiskurinn í sjónum varð takmörkuð
auðlind, jafnvel í útrýmingarhættu, reyndist meirihlutinn á Alþingi
hvorki hafa vilja né getu til að taka á vandanum með lýðræði og
þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Þar með er ekki sagt að mótun nýrrar
fiskveiðistefnu hafi verið auðvelt úrlausnarefni. Þvert á móti hlýtur
nýting sameiginlegrar og minnkandi auðlindar að vera eitt erfiðasta
og flóknasta viðfangsefni hvaða stjórnmálakerfis sem er, hvað þá
þegar um er að ræða undirstöðuatvinnuveg í vanþróuðu og við-
kvæmu hagkerfi. Margs bar þar að gæta:
1. Tryggja þurfti hagkvæmni fiskveiða, koma í veg fyrir ofveiði og
stuðla að því að fiskstofnarnir yrðu sjálfbærir.
2. Uthlutun nýtingarréttar varð að byggjast á grundvallarreglum
siðaðs þjóðfélags um réttlæti og jafnan rétt allra borgara lands-
ins.
3. Gæta átti að frumreglu lýðræðis um fullveldisrétt fólksins,
annaðhvort samkvæmt forskrift þingstjórnarinnar um full-
trúalýðræði eða með beinu lýðræði (þjóðaratkvæðagreiðslu).18
anda og þessar tillögur Hallgríms um ráðstafanir gegn stjórnmálaspillingu og
aukið lýðræði, sbr. Frumvarp til stjómskipunarlaga ásamt skýringum 2011; einnig
á vefslóðinni http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp
17 Auður Styrkársdóttir hefur í verkum sínum beitt kenningu um feðraveldi
(e. patriarchy) til að greina þróun íslenskra stjórnmála, einkum í Reykjavík, frá
áherslu á kvenfrelsi til uppbyggingar feðraveldis gegn árangursríkri kvennabar-
áttu, sbr. sérstaklega doktorsritgerð hennar (Auður Styrkársdóttir 1998). Sjá
einnig Svan Kristjánsson 2009, 2010.
18 Umfjöllun mín um grundvallaratriði í auðlindanýtingu er undir miklum áhrifum
frá kenningum Elinor Ostrom (t.d. 1990,1998). Ostrom og samstarfsfólk hennar
hefur lengi rannsakað hina þriðju leið við nýtingu sameiginlegra auðlinda en þá
reyna staðbundin samfélög að byggja á eigin reynslu og þekkingu á auðlinda-