Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.09.2011, Blaðsíða 79

Skírnir - 01.09.2011, Blaðsíða 79
SKÍRNIR AÐ HALDA FORMANN MEÐ KOSTNAÐI 309 Einn meginvandi íslensku héraðshöfðingjanna var hins vegar sá að ekki var gert ráð fyrir héraðsríkjunum í stjórnskipan þjóðveld- isins. Einu formlegu völdin sem þeir höfðu voru þau völd sem fylgdu goðorðunum og þau voru, eins og áður sagði, að mestu bundin við þinghald í héraði og á Alþingi. Nú var það auðvitað svo að goðarnir höfðu frá upphafi gegnt ýmsum óformlegum félags- legum skyldum í sinni heimasveit svo sem að gæta hagsmuna þing- manna sinna, jafna ágreining milli manna og beita sér gegn uppi- vöðsluseggjum sem röskuðu með einhverjum hætti almannafriði. Þegar elstu sögurnar í Sturlungusafninu, svo sem Þorgils saga og Hafliða og Sturlu saga, eru kannaðar kemur í ljós að það eru inngrip goðorðsmannanna í slík mál sem nær undantekningarlaust verða uppsprettan að átökum þeirra á milli og gátu þess vegna vaxið í að verða stórdeilur með flokkadráttum á Alþingi svo sem segir frá í Þorgils sögu og Hafliða. Þessar deilur notuðu höfðingjarnir síðan til að klekkja á andstæðingum sínum og auka völd sín og áhrif. Þegar deilumál höfðingjanna í yngri sögunum, svo sem Þórðar sögu kakala og Þorgils sögu skarða, eru skoðuð er annað uppi á ten- ingnum. Þær fjalla fyrst og fremst um deilur höfðingjanna um völd og áhrif en ekki er minnst á nágrannakryt af því tagi sem urðu til- efni illdeilna í eldri sögunum. Það er engu líkara, þegar komið er fram á 13. öld, en að héraðshöfðingjarnir hafi verið hættir að skipta sér af slíkum smámunum. Hér er þó rétt að hafa í huga að yngri sögurnar greina fyrst og fremst frá baráttu héraðshöfðingjanna um lönd, völd og áhrif en ekki afskiptum þeirra af deilum bænda um bithaga, veiðirétt í vötnum, upprekstur á afrétti eða áflog í hrossa- réttum. Slíkt kom aðalefni sögunnar ekki við. Hitt ber þó að hafa í huga að þessar sögur eru skráðar til að varpa ljóma á söguhetjuna og frásagnir af lagni hennar við að leysa deilur í héraði væru henni tví- mælalaust til framdráttar. Með slíkum atvikum hefði mátt draga fram visku höfðingjans og klókindi og því má telja sérkennilegt að aldrei er minnst á neitt slíkt, ekki einu sinni í framhjáhlaupi. Það er hins vegar af og frá að slíkar deilur hafi verið úr sögunni um miðja 13. öld. Þref og illindi milli bænda um mál af því tagi sem nefnd voru hér að framan munu koma upp meðan landbúnaður er stundaður á Islandi og því hljóta einhverjir að hafa tekið að sér leiða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.