Skírnir - 01.09.2011, Blaðsíða 172
402
STEFÁN SNÆVARR
SKÍRNIR
Heimspekingurinn Karl Popper vissi líka hvað hann söng. Hann
var hreint enginn sérfræðingur í marxisma en gagnrýndi Marx með
nýjum og frumlegum hætti. „Sígild" gagnrýni á Marx fólst í því að
snupra hann fyrir einræðishneigð, efnishyggju, trúarfjandskap og
útópisma. En Popper segir að Marx hafi verið einlægur frelsisunn-
andi en eitt og annað í speki hans ógnaði frelsinu samt. Það gildir
ekki síst um hina svonefndu söguhyggju sem Popper segir burðarás
marxismans og meginveilu. En hvaða skilning leggur Popper í orðið
„söguhyggju" ? Söguhyggja er sú hugmynd að mannkynssagan lúti
járnhörðum, sögulegum lögmálum. Söguhyggjumenn telji sumir að
mannkynssagan sé með nauðsyn saga afturfara, aðrir að hún sé lög-
bundin framfarasaga. Þeir segi að enginn fái spornað við van- eða
framþróun. Hlutverk samfélagsvísinda sé að setja fram óskilyrtar
forspár, kortleggja framtíð mannkynsins.4 Það geti menn þá og því
aðeins gert að þeir þekki lögmálin sem sagan lýtur. Eina leiðin til að
skilja mannheima sé að setja þá í sögulegt samhengi enda lúti sérhvert
tímaskeið sínum sérstöku lögmálum. Menning og manneðli verði
aðeins skilin með tilvísun til sögulegs uppruna (sjá t.d. Popper
1962a: 7-10).
Söguhyggjan beri í sér frækorn stjórnlyndis, jafnvel alræðis. Það
geri hún í krafti siðferðilegra ranghugmynda, til dæmis þeirrar að
ekki sé hægt að greina milli staðreynda og siðaboða. Þessu tengist
siðferðileg valdhyggja, annaðhvort telji söguhyggjumaðurinn sið-
ferði fortíðarinnar, samtíma eða framtíðar hið eina rétta. Það þýðir
að annaðhvort er máttur fortíðar, samtíðar eða framtíðar réttur
(Popper 1962b: 206). Ymis afbrigði söguhyggju, ekki síst marxismi,
einkennist af þeirri gerð afstæðishyggju sem Popper nefnir „sið-
ferðilega framtíðarhyggju" (e. moralfuturism). Samkvæmt henni er
framtíðarmáttur réttur, hagsmunir komandi kynslóða séu mæli-
kvarðinn á rétt og rangt. Þekki menn lögmál mannkynssögunnar
þá þekkja þeir framtíðina. Þar eð ekki sé skarpur greinarmunur á
4 Dæmi um óskilyrta spásögn gæti verið „veröldin mun farast 21. desember 2012“
eða „sósíalisminn mun sigra, fyrr eða síðar“. Dæmi um skilyrta spásögn gæti verið
„ef kvikasilfur verður kælt niður að 38.83 gráðum undir frostmarki þá frýs og
bráðnar það“. Popper taldi að einungis skilyrtar spásagnir gætu talist vísindalegar.
Sjá t.d. Popper 1962b: 262-263.