Skírnir - 01.09.2011, Page 79
SKÍRNIR
AÐ HALDA FORMANN MEÐ KOSTNAÐI
309
Einn meginvandi íslensku héraðshöfðingjanna var hins vegar sá
að ekki var gert ráð fyrir héraðsríkjunum í stjórnskipan þjóðveld-
isins. Einu formlegu völdin sem þeir höfðu voru þau völd sem
fylgdu goðorðunum og þau voru, eins og áður sagði, að mestu
bundin við þinghald í héraði og á Alþingi. Nú var það auðvitað svo
að goðarnir höfðu frá upphafi gegnt ýmsum óformlegum félags-
legum skyldum í sinni heimasveit svo sem að gæta hagsmuna þing-
manna sinna, jafna ágreining milli manna og beita sér gegn uppi-
vöðsluseggjum sem röskuðu með einhverjum hætti almannafriði.
Þegar elstu sögurnar í Sturlungusafninu, svo sem Þorgils saga og
Hafliða og Sturlu saga, eru kannaðar kemur í ljós að það eru inngrip
goðorðsmannanna í slík mál sem nær undantekningarlaust verða
uppsprettan að átökum þeirra á milli og gátu þess vegna vaxið í að
verða stórdeilur með flokkadráttum á Alþingi svo sem segir frá í
Þorgils sögu og Hafliða. Þessar deilur notuðu höfðingjarnir síðan til
að klekkja á andstæðingum sínum og auka völd sín og áhrif.
Þegar deilumál höfðingjanna í yngri sögunum, svo sem Þórðar
sögu kakala og Þorgils sögu skarða, eru skoðuð er annað uppi á ten-
ingnum. Þær fjalla fyrst og fremst um deilur höfðingjanna um völd
og áhrif en ekki er minnst á nágrannakryt af því tagi sem urðu til-
efni illdeilna í eldri sögunum. Það er engu líkara, þegar komið er
fram á 13. öld, en að héraðshöfðingjarnir hafi verið hættir að skipta
sér af slíkum smámunum. Hér er þó rétt að hafa í huga að yngri
sögurnar greina fyrst og fremst frá baráttu héraðshöfðingjanna um
lönd, völd og áhrif en ekki afskiptum þeirra af deilum bænda um
bithaga, veiðirétt í vötnum, upprekstur á afrétti eða áflog í hrossa-
réttum. Slíkt kom aðalefni sögunnar ekki við. Hitt ber þó að hafa í
huga að þessar sögur eru skráðar til að varpa ljóma á söguhetjuna og
frásagnir af lagni hennar við að leysa deilur í héraði væru henni tví-
mælalaust til framdráttar. Með slíkum atvikum hefði mátt draga
fram visku höfðingjans og klókindi og því má telja sérkennilegt að
aldrei er minnst á neitt slíkt, ekki einu sinni í framhjáhlaupi.
Það er hins vegar af og frá að slíkar deilur hafi verið úr sögunni
um miðja 13. öld. Þref og illindi milli bænda um mál af því tagi sem
nefnd voru hér að framan munu koma upp meðan landbúnaður er
stundaður á Islandi og því hljóta einhverjir að hafa tekið að sér leiða