Fréttablaðið - 23.11.2018, Side 3

Fréttablaðið - 23.11.2018, Side 3
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 7 7 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 2 3 . n ó v e M b e r 2 0 1 8 Skerðu niður ferðakostnaðinn innanlands Tryggðu fyrirtækinu Flugkortið á airicelandconnect.is Sinfóníuhljómsveit Íslands og St. Petersburg Festival Ballet taka höndum saman þessi jólin og setja á svið Hnotubrjótinn í Eldborgarsal. Hnotubrjóturinn og klassískur hljóðheimur Tsjaíkovskís er ómissandi hluti af jólahaldi margra. Dansarar rússneska ballettsins voru við æfingar þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gærmorgun. Fréttablaðið/anton Fleiri myndir frá æfingunni í Hörpu er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+Plús vopnaFjörður Íbúar skiptast í fylkingar á Vopnafirði um hvort þeir vilji að útlendingar safni til sín jörðum í sveitarfélagi sem býr yfir veiðihlunnindum. Umræðan um jarðakaup Ratcliffes snýst ekki aðeins um eignarhald á jörðum eða veiði- réttindi. Hún hefur upp á síðkastið snúist um sundlaug. Sumir hafa sagt að það sé í lagi að stór- eignamaður eign- ist jarðir ef hann færi samfélaginu eitthvað á móti. Hafa menn bent á að engin sundlaug sé í bænum og vilja fá úr því bætt. – sa / sjá síðu 10 Bæjarbúar fái sundlaug að gjöf lögregla „Lögreglan starfar í umboði okkar allra og hefur ein- okun á valdbeitingu í landinu,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, sem telur sérsveit Ríkis- lögreglustjóra þurfa á utanaðkom- andi eftirliti og aðhaldi að halda. Þróun vopnaburðar hjá íslenskri lögreglu hafi verið mjög hröð og eðlilegt að þriðji aðili taki þátt í því með lögreglunni og öðrum stjórn- völdum að hafa auga með þróuninni og veita lögreglu aðhald og stuðning með þessum hætti. Helgi vísar hér til þeirrar miklu fjölgunar útkalla og verkefna sem sérsveitarmenn fara í vopnaðir skotvopnum en fram kom í svari dómsmálaráðherra við fyrir- spurn Smára McCarthy, að tilvikin voru 108 árið 2016 en 298 árið 2017. Tilvikin voru 177 á fyrstu níu mán- uðum þessa árs. Helgi telur samfélagið þó almennt bera traust til sérsveitarinnar sem hafi verið farsæl í starfi en með tilliti til tíðni vopnaburðar í sam- félaginu og stífrar vopnalöggjafar sé eðlilegt að þessi öra þróun hjá sérsveitinni verði ekki einkamál lög- reglunnar. Ríkislögreglustjóri segir þróunina meðal annars tilkomna vegna s k i p u l a g ð r a r brotastarfsemi sem vaxi ásmeg- in og erlendra g l æ p a m a n n a með herþjálf- un að baki. – aá / sjá síðu 4 Auka þurfi eftirlit með sérsveit Prófessor telur sérsveitina þurfa ytra aðhald vegna þróunar í vopnaburði. Sérsveitarmenn fara mun oftar vopnaðir í útköll og önnur verkefni en áður. Lögregla vísar til vaxandi ógnar af skipulagðri brotastarfsemi. 176% Aukning vopnaðra útkalla sérsveitarinnar milli ára. Greiningardeild ríkislög- reglustjóra telur skipulagða brotastarfsemi helstu sam- félagsógn á Íslandi í dag. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 C -E 7 3 4 2 1 7 C -E 5 F 8 2 1 7 C -E 4 B C 2 1 7 C -E 3 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.