Fréttablaðið - 23.11.2018, Qupperneq 32
Miklar hamfarir eiga sér nú stað á jörðinni sem fáir veita athygli og lítið er rætt
um opinberlega þó ærið sé tilefnið
en það er viðstöðulaus og óvæginn
samdráttur á líffræðilegri fjölbreytni
á heimsvísu. Samdrátturinn lýsir
sér í fækkun lífvera, búsvæði þeirra
minnka, stofnar skreppa saman
og tegundir deyja út. Í nýútgefinni
skýrslu alþjóðlegu dýraverndarsam-
takanna WWF eru tölurnar sláandi,
60% af dýralífi jarðar hafa horfið á
síðustu 45 árum. Ótal margir dýra-
stofnar eru að skreppa saman á
óhugnanlegum hraða og stefnir í
óafturkræfan tegundaútdauða á
stórum skala.
Hvað veldur þessu? Jú, orsökin er
augljós, stöðug og vaxandi ásókn
manna í auðlindir jarðar með til-
heyrandi náttúruspjöllum. Sú aukna
velmegun, hagvöxtur og neysla
sem einkennir líf okkar er dýru
verði keypt. Ósjálfbær landnotkun
fyrir þéttbýlismyndun, landbúnað,
námur eða samgöngu- og orku-
mannvirki leiðir af sér gríðarlega
búsvæðaeyðingu. Nytjastofnar í
sjó og vötnum eru ofnýttir og veiði-
þjófnaður ógnar mörgum land-
dýrum. Umhverfismengun er enn
gríðarlegt vandamál og þrátt fyrir
betra regluverk hefur t.d. alltof lítið
verið unnið gegn plastmengun í sjó.
Framandi ágengar tegundir breiðast
út og bola burt öðrum tegundum og
þá eru ótaldar afleiðingar loftslags-
breytinga á líffræðilega fjölbreytni.
Það sorglega í stöðunni er að
þrátt fyrir hversu augljóst og alvar-
legt vandamálið er, hefur lítið sem
ekkert gengið að snúa þessari þróun
við. Fyrir 26 árum var undirritaður
samstarfssamningur 196 þjóða á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna
um mikilvægi þess að vernda líf-
fræðilega fjölbreytni. Metnaðarfull
markmið, áætlanir og skuldbind-
ingar þjóða hafa litið dagsins ljós
en árangurinn algerlega látið á sér
standa. Ástandið versnar bara og
áhugi ráðamanna er lítill og mun
minni en t.d. áhugi á loftslagsvand-
anum. Nú stendur yfir gríðarlega
mikilvægur fundur á vegum Sam-
einuðu þjóðanna um líffræðilega
fjölbreytni í Egyptalandi og standa
vonir til að niðurstaða fundarins
verði alþjóðleg samþykkt í anda við
Parísarsamkomulagið um loftslags-
mál, þar sem þjóðir heims munu
standa saman um að snúa þessari
þróun við. Óttast er að erfitt verði
að ná slíku samkomulagi og er því
ekki skrítið að nú heyrist skilaboð
um að það „séu síðustu forvöð“ og
að „framtíð mannkyns sé ógnað“.
Því það er jú málið. Þessi alvarlega
umhverfisvá mun á endanum koma
niður á okkur mönnunum, og það
á mjög afdrifaríkan hátt. Í daglegu
amstri gleymist að við erum háð
lífríki jarðar á svo ótal vegu. Oft er
talað um þjónustu vistkerfa í þessu
samhengi. Heilbrigð vistkerfi eru
undirstaða þess að margvísleg hrá-
efni fyrir fæðu, lyf og ýmiss konar
varning séu til staðar. Býflugur
og önnur skordýr fræva plöntur í
landbúnaði. Heilbrigð votlendis-
vistkerfi miðla hreinu drykkjar-
vatni og vernda okkur gegn flóðum.
Kolefnisbinding, hringrás vatns
og steinefna, heilbrigði jarðvegs,
hreinsun eiturefna úr umhverfinu
að ónefndri sjálfri ljóstillífuninni
– allt náttúrulegir ferlar þar sem líf-
verur koma við sögu. Þá eru ótalin
verðmætin í óspilltri og fjölbreyttri
náttúru fyrir líkamlega og andlega
heilsu fólks, og sem efniviður lista,
menntunar og vísinda. Það er því
óhætt að segja að mannkynið sé að
skjóta sig í fótinn með framkomu
sinni við lífríki jarðar.
Hvað getum við gert ? Það er ekki
of seint að bregðast við. Á þessum
vettvangi er tækifæri fyrir Ísland að
vera leiðtogi og kalla ég eftir við-
brögðum stjórnvalda. Ísland er aðili
að Samningi Sameinuðu þjóðanna
um líffræðilega fjölbreytni og til er
aðgerðaáætlun, en lítið hefur frést
af henni undanfarið og málefnið
fer ekki hátt hérlendis, ekki frekar
en annars staðar. Úr þessu þarf að
bæta.
Umræðan um áhrif mannsins á
lífríki og náttúru jarðar er krefjandi
og óvægin, og er mjög mörgum
ekki að skapi, enda kallar hún á
stórfellda naflaskoðun um hvernig
við högum lífsháttum okkar og
gerir kröfur um samdrátt og minni
umsvif. Það eru ekki óeðlileg við-
brögð að loka eyrunum við slíku
„bölmóðstali“ um boð og bönn og
halda áfram að „liffa og njódda“. En
ef við viljum vera ábyrgir jarðarbúar
þá verðum við að horfast í augu við
þessa alvarlegu stöðu og taka erfiðar
ákvarðanir. Það er of mikið í húfi,
ekki einungis fyrir þær tegundir líf-
vera sem nú berjast fyrir tilverurétti
sínum, heldur fyrir farsæla framtíð
okkar á jörðinni.
Neyðarkall
náttúrunnar
Snorri
Sigurðsson
líffræðingur
Fyrir liggur og hefur lengi gert að náttúruperlur víða um Ísland eru í eigu einkaaðila, sem jafn-
an rækta landið eða ekki. Alla jafna
hefur fólk þó getað ferðast um án
trafala eða hindrana, og notið þess
sem landið hefur upp á að bjóða.
Reglulega birtast fréttir af erlendum
fjárfestum sem vilja festa kaup á
jörðum hér á landi á misjöfnum
forsendum: sumir fullyrða að ást
þeirra á óspilltri náttúru sé hvatinn
að baki kaupunum, aðrir hafa haft
uppi áform um uppbyggingu. Það er
vissulega ekki hægt að fullyrða um
ætlanir erlendra fjárfesta, því hugur
fólks er öðrum leyndur, en óttinn við
náttúruspjöll er réttmætur. Landið
er gersemi sem standa þarf vörð um
og vernda.
Yfirvöld hafa lengi velt fyrir sér
takmörkunum á jarðarkaupum
erlendra aðila enda er umræðan um
eignarrétt einstaklingsins og getu
yfirvalda til að skipta sér af honum
ekki ný af nálinni. Líkt og önnur
mikilvæg málefni samfélagsins,
sem snerta á réttindum og skyldum
almennings, er umræðunni aldrei
lokið. Réttindi og skyldur þjóðar
ná einnig til náttúrunnar og má þar
nefna umræðuna um ákvörðunar-
vald þjóðarinnar. Það er tilefni til
að hugsa um hvar mörkin á milli
heilags eignarréttar annars vegar og
ákvörðunarvalds þjóðar hins vegar
liggja. Hver er réttur náttúrunnar
gegn spjöllum og ósjálfbærum fram-
kvæmdum? Stóra spurningin er,
hver ber ábyrgð á að vernda náttúr-
una sem og hagsmuni almennings?
Í frumvarpi stjórnlagaráðs um
nýja stjórnarskrá eru ákvæði sem
ekki einungis taka til verndar nátt-
úrunnar, heldur einnig réttar þjóð-
arinnar til upplýsinga um ástand og
framkvæmdir í náttúrunni. Í 33. gr.
stjórnarskrár stjórnlagaráðs segir:
„… Nýtingu náttúrugæða skal haga
þannig að þau skerðist sem minnst
til langframa og réttur náttúrunnar
og komandi kynslóða sé virtur. Með
lögum skal tryggja rétt almennings
til að fara um landið í lögmætum
tilgangi með virðingu fyrir náttúru
og umhverfi.“ Að auki segir 35. gr.:
„Með lögum skal tryggja almenningi
aðgang að undirbúningi ákvarðana
sem hafa áhrif á umhverfi og nátt-
úru, svo og heimild til að leita til
hlutlausra úrskurðaraðilaaðila.“
Að gera ákvarðanaferli yfirvalda
aðgengilegt almenningi eflir lýðræði
í heild sinni og eru þessi ákvæði ein-
ungis tvö af fjöldamörgum dæmum
sem unnt væri að taka um hvernig
vald efla á almenning með stjórnar-
skrá þeirri sem samþykkt var í
þjóðar atkvæðagreiðslu árið 2012.
Ótti nærist á óvissu, og óvissa
almennings liggur í valdleysi hans
í ákvörðunartökum um framtíð
landsins. Ef niðurstaða þjóðar-
innar yrði virt, væri að einhverju
leyti hægt að sefa ótta almennings
um náttúru landsins og einmitt í því
felst svarið. Ný Stjórnarskrá Íslands
frá stjórnlagaráði verndar ákvörð-
unarrétt þjóðarinnar, hún verndar
náttúru Íslands, og hún verndar
sjálfbæra framtíð fyrir komandi
kynslóðir.
Á þjóðin að hafa eitthvað um það
að segja þegar náttúruperlur eru
seldar erlendum fjárfestum?
Katla Hólm
Þórhildardóttir
starfskraftur
Öldu, félags um
sjálfbærni og
lýðræði
Hver er réttur náttúrunnar
gegn spjöllum og ósjálf-
bærum framkvæmdum?
Stóra spurningin er, hver ber
ábyrgð á að vernda nátt-
úruna sem og hagsmuni
almennings?
Frægasta eftirpartí Íslandssög-unnar var haldið í Breiðholt-inu. Nánar tiltekið á efstu hæð
í fjölbýlishúsinu við Dúfnahóla 10.
Þangað hópuðust tugir gesta í mjög
einsleitu en þó misjöfnu ástandi
eftir tónleika hljómsveitarinnar
HAM í miðborg Reykjavíkur. Það
fyrsta sem gestirnir gerðu þegar
þeir höfðu ruðst inn í íbúðina var
að sparka skrautmunum ofan
af stássborðum og leggjast svo í
símann til þess að redda áfengi.
Íbúðin var nefnilega ekki beinlínis
búin undir að taka á móti stórum
hópi djammþyrstra ungmenna,
enda var hún innréttuð eftir smag
og behag roskinnar móður sögu-
hetjunnar í kvikmyndinni Sódóma
Reykjavík, og yrði seint lýst sem
sérlega partívænu húsnæði—jafn-
vel eftir að gestirnir voru búnir að
kveikja á blysum inni í stofunni og
byrjaðir að skjóta flugeldum ofan af
svölunum.
Hin roskna húsfrú svaf svo fast að
hún rankaði ekki við sér í gaura-
ganginum og svaf það meira að
segja af sér þegar hún var borin
út á dýnunni, pakkað saman inn í
lyftuna og hlaðið ofan í lítinn bát
á bílastæðinu. Það var ekki fyrr en
hún var komin á flot niður Elliða-
árnar—og eftir að vatni hafði verið
hleypt í gegnum stífluna—að hún
loksins vaknaði; og þá reyndar með
verulegum andfælum.
Tilefnislaust partí
Flestir muna eflaust tilefni
partísins. Það var byggt á algjörum
misskilningi. Söguhetjan Alex var
í sakleysi sínu að hrópa heim-
ilisfang sitt til hins harðsvíraða
glæpamanns Mola í síbyljandi
hávaða þungarokkstónleika þegar
tónlistarmennirnir gerðu skyndi-
lega og fullkomlega ófyrirsjáan-
lega kúnstpásu. Hrópið hljómaði
því ómengað yfir allan skarann.
„Dúfnahólar 10,“ hrópaði hann og
orðrómurinn barst á augabragði
frá manni til manns. Kvöldinu var
bjargað. Enginn þurfti að óttast um
afdrif sín eftir að klukkan sló þrjú.
Það var partí í Dúfnahólum 10.
Allt var þetta byggt á misskiln-
ingi. Það stóð auðvitað aldrei til að
halda neitt partí í Dúfnahólum 10.
Það hefði reyndar hverjum manni
mátt vera ljóst um leið og komið
var þangað inn og veislugestir
höfðu tækifæri til þess að kynna sér
aðbúnaðinn örlítið nánar. En þá var
vitaskuld orðið alltof seint að fara
að gera eitthvað í þessu og allsendis
óvíst að hægt væri að komast í partí
einhvers staðar annars staðar svona
seint um kvöldið. Úr því sem komið
var gat atburðarásin ekki orðið
önnur heldur en sú sem varð, að
íbúðinni var rústað í gleðskapnum.
Ekkert við því að gera. Partíþyrstir
tónleikagestir hefðu aldrei látið
bjóða sér annað en að halda þetta
blessaða partí. Og því fór sem fór.
Eins og gjarnan er með eftirpartí
þá féll það í hlut einhverra allt
annarra að mæta afleiðingunum
daginn eftir, laga til í íbúðinni og
borga fyrir skemmdirnar. Þeir
brenna sig sjaldnast á eldunum sem
fyrstir kveikja þá.
Misskilningur
Nú hefur þess orðið mjög vart á
síðustu vikum að alls konar mis-
skilningur hefur grafið um sig um
innleiðingu á svokölluðum þriðja
orkupakka sem Íslandi ber að
innleiða vegna þess að við erum
meðlimir í fríverslunarbandalagi
Evrópuþjóða—Evrópska efna-
hagssvæðinu. Eins og mjög mörg
önnur löggjöf sem íslenskir stjórn-
málamenn hafa neyðst til að setja í
lög á grundvelli þessa samstarfs þá
er tilgangur hennar að stuðla að
heilbrigðari og betri markaði með
afurð sem er mikilvæg fyrir bæði
neytendur og framleiðendur—sem
sagt raforku. Löggjöfin er vitaskuld
sniðin að hinum sameiginlega
markaði í Evrópu og mun ekki
hafa teljandi áhrif á Íslandi nema
hingað verði lagður sæstrengur.
Og jafnvel þá er ekki verið að
leggja til að einhverjar ömurlega
ósanngjarnar sérreglur gildi um
Ísland, heldur bara þær nákvæm-
lega sömu og um hina 500 milljón
íbúa þeirra landa sem við eigum í
svo nánu og verðmætu sambandi
við.
Rangur misskilningur
Til eru þeir sem hafa mikinn áhuga
á því að gera mikla grýlu úr þessari
löggjöf. Og einhvern veginn hefur
það gerst að búið er að hvísla
ýmsum misskilningi og rangtúlk-
unum í eyru þeirra sem langar
ákafast í einhvers konar pólitískt
upplausnarpartí. Stjórnvöld eiga
vitaskuld í verulegum vandræðum
með að leiðrétta spunann því það
getur nefnilega verið mjög erfitt
að afboða í eftirpartí þegar leigu-
bílarnir eru lagðir af stað.
Alveg eins og partígestirnir í
Dúfnahólum 10 þurftu ekki að
taka minnstu ábyrgð á afleiðingum
veisluhaldsins—þá munu þeir ekki
þurfa að þrífa upp eftir sig sem
harðast reka áróður gegn frjálsri
verslun og evrópskri samvinnu um
þessar mundir. Það mun falla í hlut
ábyrgara stjórnmálafólks að greiða
úr þeim flækjum sem fyrirsjáan-
legar eru ef upplausnaröfl fá vilja
sínum framgengt.
Stolt eða hrædd?
Þeir sem segjast hafa mestar
áhyggjur af árásum á fullveldi
Íslands eru einmitt þeir hinir
sömu sem þykjast ná ekki upp í
nef sér af reiði út í orkulöggjöfina
evrópsku. En er það ekki eitthvað
öfugsnúið? Lýsir það sérstöku
stolti yfir fullveldi Íslands og getu
þjóðarinnar til að standa á eigin
fótum, að telja að Ísland þurfi
sérstakar undanþágur frá því að
hlíta sömu reglum og aðrir á sama
markaði? Lýsir það kannski frekar
hræðslu? Það má nefnilega teljast
frekar ótrúleg vantrú á getu og
hæfileika íslensku þjóðarinnar
að hamast gegn því að okkar fólk
hafi tækifæri til þess að starfa
frjálst og opið á risastórum opnum
markaði—með þeim kostum og
göllum sem því fylgir.
En það er ekkert að óttast.
Íslendingar geta nefnilega verið
mjög stoltir yfir því hvernig okkur
hefur tekist að bæta lífskjör okkar
á grundvelli frjálsrar verslunar við
Evrópu. Áður en við leyfum okkur
að fara á taugum yfir illa ígrund-
uðum samsæriskenningum ættum
við að líta vandlega í kringum
okkur og sjá hversu verðmætt
það er að heimamarkaður Íslands
telur ekki aðeins 350 þúsund
sálir, heldur hálfan milljarð. Og
þeir sem vilja standa vörð um
alla þessa miklu kosti þurfa líka
að vera fljótari á fætur heldur
en húsfreyjan í Dúfnahólum 10;
svo við vöknum ekki ein á báti á
náttfötunum einhvers staðar úti
á hafi. Þá er lítil huggun í því að
vitleysan hafi byggst á eintómum
misskilningi.
Partí í
Dúfnahólum 10
Í dag
Þórlindur
Kjartansson
Þessi alvarlega umhverfisvá
mun á endanum koma niður
á okkur mönnunum, og það
á mjög afdrifaríkan hátt. Í
daglegu amstri gleymist að
við erum háð lífríki jarðar á
svo ótal vegu.
2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U d a g U r30 S k o ð U n ∙ F r É T T a b L a ð i ð
2
3
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
7
D
-2
C
5
4
2
1
7
D
-2
B
1
8
2
1
7
D
-2
9
D
C
2
1
7
D
-2
8
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
9
6
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K