Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 38

Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 38
Ef maður hefur gert eitthvað rangt er að sjálfsögðu gott að skammast sín, en það getur reynst mjög afdrifaríkt fyrir mann­ eskjur að finna til óverðskuldaðrar skammar, eins og algengt er með fórnarlömb sifjaspella. Óverðskuld­ uð skömm eyðileggur sjálfsmynd barnsins og spillir lífsviðhorfum þess. Börn sem hafa orðið fyrir kyn­ ferðisofbeldi trúa því oft sjálf að þau eigi það skilið, að Guð sé að refsa þeim eða að þau hafi valdið því að það gerðist.“ (Ekki líta undan, bls. 177.) Sjálfsásökun Ein algengasta afleiðing kynferðis­ ofbeldis er sjálfsásökun og breytir engu þó að skynsemin, annað fólk, og meira að segja öll rök, vitni um að sökin sé aldrei þess sem fyrir ofbeld­ inu verður. Margar ástæður liggja þar að baki. Þolendum kynferðisofbeldis er oft sagt að þeir hafi viljað ofbeldið. Þeim er hótað hefndum komist það upp og jafnvel þó að þeim sé ekki hótað er skömmin oft yfirsterkari lönguninni til að segja frá. Sjálfs­ ásökunin á sér einnig upphaf í því að hafa ekki komist undan, að hafa „látið ofbeldið gerast“, eins fáránlegt og það hljómar. Sumir ofbeldismenn gefa fórnarlömbum sínum gjafir, peninga eða annað og mikil skömm hlýst af því að hafa þegið gjafir frá ofbeldismanninum. Kynferðisofbeldi á sér oftast stað á milli einstaklinga sem tengjast. Það fylgir því meiri skömm að faðir, bróðir, afi eða kærasti sé gerandi ofbeldisins en ókunnugur maður í dimmu skuggasundi. Slík áföll trufla þroska barna á mjög djúpstæðan hátt, afskræma sjálfsmyndina og brjóta gegn sjálfsforræði þeirra. Ráðist er á líkamann, hann særður og svívirtur og skömmin er svar við því hjálparleysi sem fylgir slíkri árás á líkamlegt sjálfræði og niðurlægingu í viðurvist annarrar manneskju. Ofmat á því að skila skömminni Skömmin er lykilþáttur í andlegum þjáningum og tilfinningavanda þeirra sem verða fyrir kynferðis­ ofbeldi og eitt af einkennum áfalla­ streitu. Hún er greypt í hina kynjuðu menningu þar sem hún er öflugt verkfæri í vopnabúri karla og elur á kynferðislegri skömm hjá konum. Sterkt batamerki þegar unnið er úr afleiðingum kynferðisofbeldis er þegar þolandi finnur að skömmin hefur minnkað. Því miður er sú goðsögn lífseig að þolendur þurfi bara „að skila skömminni“ og þá verði þeir frjálsir og lausir við áfalla­ streitu, neyslu eða aðrar afleiðingar ofbeldisins. Þetta er ótrúlega mikil einföldun á djúpstæðum tilfinn­ ingum. Í fyrsta lagi er með þessu verið að hvetja þolendur til að skila skömminni til ofbeldismannsins sem í langflestum tilvikum er ekk­ ert á því að taka á móti skömm sem hann finnur ekki á nokkurn hátt fyrir! Í öðru lagi er enn og aftur verið að koma ábyrgðinni á verknaðinum yfir á þolandann. Segðu frá Öflugasta leiðin til að losna við skömmina er að tala um ofbeldið. Skömmin fær þrifist í skjóli leynd­ ar. En áríðandi er að frásögnin sé algjörlega á forsendum þolandans og að hún fari í upphafi fram þar sem þolandinn upplifir öryggi, traust og trúnað. Forsíður dagblaða og netmiðla bjóða ekki upp á slíkar aðstæður. Hins vegar þarf að tala opinskátt um kynferðisofbeldi og það ber fyrst og fremst að gera af virðingu við þolendur. Þeir eiga það skilið af samfélaginu og jafnframt að talað sé um gerendur á opinskáan hátt, án allrar meðvirkni. Skömmin þrífst í þögninni Kristín I. Pálsdóttir í ráði Rótarinnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir í ráði Rótarinnar Mér ofbýður minnimáttar­kennd og undirlægju­háttur þingmanna gagn­ vart erlendum auðmönnum, og mér ofbýður virðingarleysi þingmanna gagnvart eldri borgurum, öryrkjum og öðrum þeim sem vart hafa til hnífs og skeiðar. Starfandi fiskeldisfélag, sem er að mestu eða öllu leyti í eigu útlend­ inga, eykur starfsemi sína án þess að hafa öll tilskilin starfsleyfi. Er það lögbrot eða hvað? Á 24 tímum rennur í gegn á Alþingi, mótmælalaust, bráða­ birgðafrumvarp sem gerir þessu fyrirtæki kleift að halda áfram. Á 24 tímum. Undanfarna áratugi hefur alltaf í aðdraganda kosninga verið lofað að bæta kjör þeirra sem verst eru staddir. Efndir svikinna kosningaloforða þekkja allir. Þetta er ekki hægt, kostar of mikið og áfram bla, bla, bla. Þær litlu breytingar sem gerðar hafa verið til að bæta lífsgæði þeirra verst settu eru ekkert annað en dúsa ofan á dúsu. Fyrirhuguð 3,4% hækkun á greiðslu til eldri borgara frá Trygg­ ingastofnun um næstu áramót er ekkert annað en dúsa og til skamm­ ar þingmönnum, sama hvar í flokki þeir eru. Hvar er ykkar sómatilfinning? Ykkur skortir dug og kjark til að breyta ónýtu kerfi í þá átt að það virki sem alvöruvelferðarkerfi fyrir allt þjóðfélagið sem því miður er orðið þannig í dag að lífsgæðum er svo misskipt að stór hluti fólks rétt skrimtir, er undir fátækramörkum meðan aðrir lifa í vellystingum praktuglega. En fyrir fiskeldisfyrirtæki með mjög umdeilda starfsemi, að mestu eða öllu leyti í eigu erlendra auð­ manna, þá er allt sett á fulla ferð í Alþingi og málið klárað, leyst 1, 2, og 3. Ef þið haldið að svona gjörningur auki virðingu Alþingis þá eruð þið á algjörum villigötum. Virðing verður aðeins áunnin með góðum verkum. Ég vil taka það fram að ég vil Vest­ firðingum allt hið besta, vann um tíma á Ísafirði, leið vel í þeirra sam­ félagi og óska þeim alls hins besta. Það eru vinnubrögð þingmanna, forgangsröðun verkefna og van­ virðing þeirra gagnvart samlöndum sínum sem mér ofbýður. Mér ofbýður Kjartan Mogensen eldri borgari Fyrir skömmu réðst ég í fyrir­byggjandi viðhald á fasteign minni. Framkvæmdin var ekki stór í sniðum né tímafrek, ég keypti efni og vinnu iðnaðarmanns í fimm tíma. Kostnaður við verkið með virðisaukaskatti var nokkru hærri en samanlagðar nettó mán­ aðartekjur mínar frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun, eftir skatt. Ekk­ ert eftir til að kaupa mat þennan mánuðinn! Ég fæ greiðslur úr all­ sæmilegum lífeyrissjóði og að auki lágmarksgreiðslu frá Trygginga­ stofnun, skerta vegna tekna frá lífeyrissjóðnum. Margir eldri borg­ arar hafa lægri tekjur en ég. Saman­ lagðar eru tekjur mínar kr. 300.000 á mánuði. Ef ég á fé á bankareikn­ ingi skerða vaxtatekjurnar greiðslur frá Tryggingarstofnun. Ef ég á maka sem á fé á bankareikningi þá eru vaxtatekjur okkar lagðar saman og deilt með tveimur, og við skerð­ umst jafnt hjá TR. Var einhver að tala um fjárhagslegt sjálfstæði ein­ staklinga? Nýjustu rannsóknir sýna að meðallaun launafólks eru um kr. 700.000 á mánuði, fyrir skatt. Hefur rannsókn verið gerð á launum og lífeyri eldra fólks? Ekki svo ég viti, en ég veit að margt eldra fólk býr við þröngan kost, einkum fólk sem ekki hefur áunnið sér mikil rétt­ indi í lífeyrissjóði. Sumir lífeyris­ sjóðir hafa skorið niður greiðslur af ýmsum orsökum. Lífeyrissjóða­ kerfið á Íslandi er dýrt í rekstri. Þar er hægt að bæta úr til dæmis með því að sameina sjóði og fækka þeim og lækka kostnað. Upphaflega áttu greiðslur frá lífeyrissjóðum að vera viðbót við lögbundinn lífeyri frá Almannatryggingum (nú Trygginga­ stofnun). Það breyttist. Hverjir sam­ þykktu þá breytingu? Stundum er sagt að eldri borgarar viti ekkert hvað þeir vilji í kjaramál­ um. Nokkrar réttlætiskröfur ættu þó allir að geta sameinast um: 1. Skerðingar á greiðslum frá Tryggingastofnun, vegna atvinnutekna, greiðslna úr líf- eyrissjóðum og fjármagnstekna ber að afnema. Svona skerð- ingar þekkjast ekki í nálægum löndum. Afnema millifærslur vegna tekna maka, og banna alla mismunun á því hvort fólk búi eitt, eða sé í sambúð eða hjónabandi. Heimilisuppót verði færð inn í grunngreiðsluna, sem verði jöfn til allra sem rétt eiga á greiðslum frá TR. 2. Tekjur undir kr. 300.000 verði skattfrjálsar. Þetta eigi jafnt við eftirlaunafólk og launþega. Þarna erum við samstiga verka- lýðshreyfingunni. Hætt verði að skattleggja fátækt. Þar á að láta virðisaukaskattinn nægja, sem allir sem kaupa eitthvað, greiða. Að mínu mati eru þetta lágmarks­ kröfur. Er þetta ekki dýrt? Svar: Alls ekki. Stór hluti kostnaðarins við þessar aðgerðir mun koma aftur til ríkisins sem virðisaukaskattur af aukinni veltu. Eldra fólk og láglaunafólk mun veita sér meira, kaupa meira af vörum og þjónustu. Það verður kærkomin innspýting í efnahags­ lífið þegar ferðaþjónustan sér fram á samdrátt. Þetta kæmi einnig fram sem inn­ lánaaukning hjá bönkum, og ekki síst í lækkandi sjúkrahúskostnaði og umönnunarkostnaði hjá öldruðum. Langvarandi fátækt skerðir líkam­ lega og andlega heilsu. Er ekki betra að eldra fólk geti valið þá þjónustu sjálft sem það þarfnast, og greitt fyrir hana, en að halda því í fátækt? Er hægt að ná þessu fram? Svar: Já. Verkalýðshreyfingin er að fara af stað með sína kjarabaráttu í haust. Kjararáð og stjórnvöld hafa lagt línurnar fyrir kjarabætur. Eldri borgarar eiga að ganga í lið með verkalýðshreyfingunni og fá þar stuðning. Stjórnir Landssambands eldri borgara, og félaga eldri borgara eiga að vera í forystu. Þótt við getum ekki farið í verkfall, þá getum við mótmælt á Austurvelli og víðar. Ég þakka Björgvin Guðmundssyni fyrir allar vel skrifuðu greinarnar sem hann hefur birt um kjaramál eldra fólks. Er ekki kominn tími á breytingar? Á eldra fólk að vera þurfalingar? Ólafur Kristófersson eftirlauna- maður Garðabær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að setja sér lýðræðisstefnu árið 2010. Alla tíð síðan hefur íbúasamráð skipað veigamikinn sess í störfum bæjarins. Síðastliðin fjögur ár voru til dæmis haldnir 37 opnir íbúa­, samráðs­ og kynningarfundir. Nýverið samþykkti bæjarstjórn tillögu undirritaðra sem miðar að því að efla enn frekar íbúasamráð með því að setja það í formfastari farveg og leita nýrra leiða í samtali við íbúa. Sterk tengsl við íbúa eru mikilvæg Grundvallarskylda sveitarstjórna er að taka ákvarðanir með hliðsjón af þörfum og hagsmunum íbúa og sveitarfélagsins í heild eins og fram kemur í nýútkominni handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa sem Samband íslenskra sveitarfélaga gefur út. Sterk tengsl við íbúa sem þekkja eigin nærumhverfi best skapar forsendur fyrir samráðs­ menningu og farsælli ákvarðana­ töku. Íbúasamráð á að vera fastur liður í stjórnkerfi sveitarfélaga. Rannsóknir bæði hérlendis og erlendis sýna að sveitarstjórnir sem koma sér upp samráðsmenningu njóta meira trausts meðal íbúa og þar ríkir meiri ánægja með stjórnun og þjónustu. Íbúasamráð og bæjarbragur Undir heitinu „Góður Garðabær“ mun Garðabær með markvissum hætti skilgreina leiðir til að auka enn frekar íbúasamráð, m.a. með því að íbúar skilgreini sjálfir verk­ efni og kjósi síðan um hvaða verk­ efni eiga að hljóta framgang. Þannig verður leitað til bæjarbúa varðandi hugmyndir að nýframkvæmdum og/eða viðhaldsverkefnum með áherslu á öryggi bæjarbúa, hreyfi­ og leikmöguleika og aukin lífsgæði í nærumhverfi og hverfum. Einnig verður lögð áhersla á verkefni sem efla bæjarbraginn í heild sinni. Til­ lagan felur í sér að þegar á næsta ári verði stigið skref í þessa átt með því að verja ákveðinni fjárhæð í málið sem hægt verður að hækka þegar reynsla er komin á vinnulagið og árangur verklagsins verður sýni­ legur. Markmiðið er að efla með markvissum hætti lýðræðisleg vinnubrögð í sveitarfélaginu og verja fé til framkvæmda eftir for­ gangsröðun íbúanna sjálfra. „Góður Garðabær“ – Íbúalýðræði aukið Almar Guðmundsson Sigríður Hulda Jónsdóttir Markmiðið er að efla með markvissum hætti lýðræðis- leg vinnubrögð í sveitar- félaginu og verja fé til fram- kvæmda eftir forgangsröðun íbúanna sjálfra. Framkvæmdin var ekki stór í sniðum né tímafrek, ég keypti efni og vinnu iðnaðarmanns í fimm tíma. Kostnaður við verkið með virðisaukaskatti var nokkru hærri en samanlagðar nettó mánaðartekjur mínar frá lífeyrissjóði og Trygginga- stofnun, eftir skatt. Ekkert eftir til að kaupa mat þennan mánuðinn! bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r36 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 C -F 1 1 4 2 1 7 C -E F D 8 2 1 7 C -E E 9 C 2 1 7 C -E D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.